Innlent

Frosthörkur á Suðurlandi

Vísir/GVA
Miklar frosthörkur voru á Suðurlandi í nótt og fór frostið í röskar 15 gráður undir morgun og í tæpar 17 gráður í Árnesi í heiðskýru veðri. Ökumaður á stórum dráttarbíl, sem var að flytja sumarbústað í uppsveitirnar lenti í stökustu vandræðum því bíllinn náið ekki að hita sig eðlilega upp þannig að frost var í stýrishúsinu. Hann varð að kappklæðast til að geta haldið áfram.

Það snjóaði hinsvegar talsvert á Akureyri í nótt og svo gekk á með þrumum og eldingum á Húsavík í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×