Erlent

Örlagadagur runninn upp í Bandaríkjunum

Örlagadagur er runninn upp í Bandaríkjunum því ef ekki næst samkomulag um fjárlög landsins fram á haustið mun stór hluti af hinu opinbera kerfi í Bandaríkjunum stöðvast á miðnætti.

Barack Obama banadríkjaforseti sagði í gærkvöldi að hann vonaði að hægt verði að ná samkomulagi um málið í dag. Fundað hefur verið í þingsölum í alla nótt en litlar líkur virðast á að Demókratar og Republikanar nái samkomulagi.

Helsta deilumálið er að Repúblikanar vilja skera mun meira niður í ríkisrekstrinum en Demókratar geta fallist á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×