Innlent

Hækkun efnisliða í byggingarvísitölu ekki meiri í 18 ár

Hækkun á efnisliðum í vísitölu byggingarkostnaðar hækkaði um 41,4 prósent og hefur hækkun á þeim liðum vísitölunnar ekki verið jafn mikil síðan á árunum 1989 til 1990. Þetta kemur fram í Hagtíðindum hagstofunnar.

Þar segir að hreinir efnisliðir hafi hækkað um 47,9 prósent á árinu en ef efnishluti blönduðu liðanna er reiknaður með nemur hækkunin 41,4 prósentum og hefur sambærileg hækkun á jafnlöngu tímabili ekki mælst síðan við upphaf tíunda áratugarins.

Áhrif af verðhækkunum efnisliða á vísitöluna voru 19,8 prósent en til „hliðssjónar má geta þess að gengisvísitala Seðlabanka Íslands hefur nánast tvöfaldast síðustu 12 mánuði ef stuðst er við meðaltal mánaðar á kaupgengi," eins og segir í Hagtíðindum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×