Innlent

Átök í þinghúsinu: „Drullið ykkur út!“

Hörð átök brutust út í þinghúsinu.
Hörð átök brutust út í þinghúsinu.

Þingfundi sem hófst nú klukkan þrjú var frestað þegar skammt var liðið á fundinn þegar mótmælendur á þingpöllum upphófu háreysti. Þegar Siv Friðleifsdóttir alþingismaður var að bera upp fyrirspurn til fjármálaráðherra heyrðist kallað ofan af þingpöllum: „Út, út, drullið ykkur út!" Síðan upphófust slagsmál á milli um 20 til 30 grímuklæddra manna og þingvarða.

Lögreglan mætti einnig á svæðið og myndaðist mikil kös í andyrinu þar sem gengið er upp á þingpalla. Nokkrir hafa verið handteknir en lögregla og mótmælendur eigast enn við í anddyrinu.

Svæðið fyrir framan anddyrið hefur verið girt af og búist er við því að lögregla sé að búa sig undir að koma mótmælendunum út úr húsinu. Ekki er ljóst hve margir eru inni í húsinu en lögreglumaður sem fréttamaður Stöðvar 2 talaði við hélt að um 30 manns væru enn inni í húsinu.

Um er að ræða hóp ungs fólks, á menntaskólaaldri og munu sum þeirra jafnvel vera yngri.

Í kjölfarið frestaði Sturla Böðvarsson, forseti þingsins, fundi og er gert ráð fyrir að hann hefjist að nýju klukkan 16:16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×