Erlent

Stormur truflar flugumferð á Kastrup

Mikill stormur sem herjar nú á Dani hefur leitt til truflana á flugumferðinni um Kastrup flugvöll. Stormurinn kemur harðast niður á Kaupmannahafnarsvæðinu og á Sjálandi.

Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum er búið að af aflýsa fjölda af flugferðum frá Kastrup í morgun og fram undir hádegið. Sem stendur er aðeins hægt að nota eina af flugbrautunum á Kastrup vegna veðursins.

Ekki hafa borist fregnir af umtalsverðu tjóni neins staðar vegna stormsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×