Ferðamenn greiði aðgangseyri til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2014 15:55 Vigdís Hauksdóttir. Vísir/daníel „Það má eiginlega segja að ræðan hennar sé ræðan sem ég ætlaði að halda,“ sagði Birgitta Jónsdóttir pírati um ræðu Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Vísaði Birgitta í ræðu Vigdísar í umræðu um skatttekjur af ferðamönnum á Íslandi sem Oddný Harðardóttir í Samfylkingunni vakti máls á í dag. Vigdís, sem er formaður fjárlaganefndar, sagði tímabært að endurskoða þá ákvörðun að aðilar í ferðaþjónustu greiddu lægri virðisaukaskatt en aðrar atvinnugreinar í landinu. Núverandi ríkisstjórn ákvað að lækka virðisaukaskatt á atvinnugreinar innan ferðaþjónustu úr 14 prósentum í 7 prósent síðastliðið vor. Velti Vigdís fyrir sér að mikil fjölgun bílaleiga hér á landi, sem nú séu rúmlega hundrað, mætti rekja til þeirra hlunninda sem falin séu í innflutningi bíla til landsins. „Bílaleigur þurfa ekki að eiga bílana nema í nokkra mánuði og geta svo selt þá á almennum markaði,“ sagði Vigdís. Ásókn í starfsemina sé mjög athugunarverð. „Hvers vegna eiga Íslendingar að vera að borga niður bíla sem erlendir aðilar nota hér á landi?“ Vigdís lauk ræðu sinni á þeim nótum að fyrirkomulag um ferðamannapassa, sem verið hefði í umræðunni, væri einfaldlega of flókið. Betra væri að horfa til annarra þjóða, líka og Bandaríkjanna, og einfaldlega rukka ferðamenn sem sækja vilji Ísland heim. Gjaldið gildi í tvö til þrjú ár. „Þá sé þá hreinlega aðganseyrir inn í landið og nær bæði yfir flug og skip.“Birgitta Jónsdóttir.Vísir/GVABirgitta tók sem fyrr segir undir orð Vigdísar „Það gerist ekki alltof oft að ég er algjörlega sammála háttvirtum þingmanni Vigdísi Hauksdóttur,“ sagði Birgitta. Væri hún hjartanlega sammála hennar skoðun á flækjustiginu í kringum náttúrupassann og tillaga Vigdísar væri sú eina skynsamlega í stöðunni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að nánari greiningu þyrfti á tekjum af erlendum ferðamönnum hér á landi. Rannsóknum bæri ekki alveg saman og færu eftir forsendum hverju sinni. Þá væri einnig óljóst hvort lægri beinir skattar efldu tekjur af óbeinum sköttum. Nefndi hann sem dæmi að ódýrari gisting eða matur á veitingastöðum gæti skilað sér í aukinni verslun og skoðunarferðum. Bjarni sagðist vilja fækka undanþágum þegar kæmi að virðisaukaskatti í ferðaþjónustunni og lækka bilið á milli þrepa í virðisaukaskatti hvað það varðaði. Kerfið þyrfti að einfalda. Umræða um náttúrupassa væri hins vegar allt önnur umræða sem þyrfti að ræða nánar. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Það má eiginlega segja að ræðan hennar sé ræðan sem ég ætlaði að halda,“ sagði Birgitta Jónsdóttir pírati um ræðu Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Vísaði Birgitta í ræðu Vigdísar í umræðu um skatttekjur af ferðamönnum á Íslandi sem Oddný Harðardóttir í Samfylkingunni vakti máls á í dag. Vigdís, sem er formaður fjárlaganefndar, sagði tímabært að endurskoða þá ákvörðun að aðilar í ferðaþjónustu greiddu lægri virðisaukaskatt en aðrar atvinnugreinar í landinu. Núverandi ríkisstjórn ákvað að lækka virðisaukaskatt á atvinnugreinar innan ferðaþjónustu úr 14 prósentum í 7 prósent síðastliðið vor. Velti Vigdís fyrir sér að mikil fjölgun bílaleiga hér á landi, sem nú séu rúmlega hundrað, mætti rekja til þeirra hlunninda sem falin séu í innflutningi bíla til landsins. „Bílaleigur þurfa ekki að eiga bílana nema í nokkra mánuði og geta svo selt þá á almennum markaði,“ sagði Vigdís. Ásókn í starfsemina sé mjög athugunarverð. „Hvers vegna eiga Íslendingar að vera að borga niður bíla sem erlendir aðilar nota hér á landi?“ Vigdís lauk ræðu sinni á þeim nótum að fyrirkomulag um ferðamannapassa, sem verið hefði í umræðunni, væri einfaldlega of flókið. Betra væri að horfa til annarra þjóða, líka og Bandaríkjanna, og einfaldlega rukka ferðamenn sem sækja vilji Ísland heim. Gjaldið gildi í tvö til þrjú ár. „Þá sé þá hreinlega aðganseyrir inn í landið og nær bæði yfir flug og skip.“Birgitta Jónsdóttir.Vísir/GVABirgitta tók sem fyrr segir undir orð Vigdísar „Það gerist ekki alltof oft að ég er algjörlega sammála háttvirtum þingmanni Vigdísi Hauksdóttur,“ sagði Birgitta. Væri hún hjartanlega sammála hennar skoðun á flækjustiginu í kringum náttúrupassann og tillaga Vigdísar væri sú eina skynsamlega í stöðunni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að nánari greiningu þyrfti á tekjum af erlendum ferðamönnum hér á landi. Rannsóknum bæri ekki alveg saman og færu eftir forsendum hverju sinni. Þá væri einnig óljóst hvort lægri beinir skattar efldu tekjur af óbeinum sköttum. Nefndi hann sem dæmi að ódýrari gisting eða matur á veitingastöðum gæti skilað sér í aukinni verslun og skoðunarferðum. Bjarni sagðist vilja fækka undanþágum þegar kæmi að virðisaukaskatti í ferðaþjónustunni og lækka bilið á milli þrepa í virðisaukaskatti hvað það varðaði. Kerfið þyrfti að einfalda. Umræða um náttúrupassa væri hins vegar allt önnur umræða sem þyrfti að ræða nánar.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira