Íslenski boltinn

Ísland mætir Færeyjum í mars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson í leik gegn Færeyjum í ágúst 2003.
Brynjar Björn Gunnarsson í leik gegn Færeyjum í ágúst 2003. Mynd/Teitur

Færeyska knattspyrnusambandið greinir frá því á vef sínum að landslið Færeyja mætir Íslandi í Kópavogi í lok mars á næsta ári.

26. mars næstkomandi er alþjóðlegur leikdagur hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu og samkvæmt því ætti Ólafur Jóhannesson að geta stillt upp sínu sterkasta liði í leiknum.

Ekki náðist í forráðamenn landsliðsins eða KSÍ við vinnslu fréttinnar þar sem þeir eru á leið til Íslands frá Suður-Afríku.

Færeyingar tilkynntu um leikinn í dag og einnig að það mætir Lúxemborg í júní næstkomandi.

Alþjóðlegir leikdagar fyrir vináttulandsleiki:

6. febrúar 2008 (æfingamót á Möltu)

26. mars 2008 (vináttulandsleikur við Færeyjar)

20. ágúst 2008

19. nóvember 2008

Alþjóðlegir leikdagar fyrir undankeppni HM 2010:

6.-10. desember 2008

11.-15. október 2008

Ef Ísland á frí á öðrum þessum leikdegi má KSÍ fara á leit við aðrar þjóðir sem eiga einnig frí að spila vináttulandsleik.

Ísland leikur þrjá leiki á æfingaleiki á Möltu í byrjun febrúar og á íslenska landsliðið því möguleika á að spila átta leiki á næsta ári, auk þess sem Geir Þorsteinsson formaður KSÍ hefur gefið í skyn að Ísland spili vináttulandsleik í kringum mánaðamótin maí og júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×