Enski boltinn

Van Gaal er áhugasamur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.

Louis van Gaal, fyrrum landsliðsþjálfari Hollands, hefur áhuga á að taka að sér þjálfun enska landsliðsins. Van Gaal stýrir nú AZ Alkmaar en með því liði leikur íslenski landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson.

Auk þess hefur van Gaal verið þjálfari Barcelona og Ajax. Fyrr á þessu ári skrifaði hann undir nýjan samning við AZ Alkmaar en í honum er klásúla sem leyfir honum að rifta samningnum ef honum býðst að taka við landsliði.

„Það eru margir sem hafa verið orðaðir við þetta starf en ég hef áhuga á því. Annars hefði ég ekki sett þessa klásúlu í samning minn. Á sínum tíma var mér boðið þetta starf en þá sagði ég nei," segir van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×