Innlent

Þjóðskrá bíður eftir beiðni ráðuneytis

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Stjórnvöldum ber að fara að lögum, bendir Margrét Hauksdóttir,forstjóri Þjóðskrár Íslands á.
Stjórnvöldum ber að fara að lögum, bendir Margrét Hauksdóttir,forstjóri Þjóðskrár Íslands á. Fréttablaðið/GVA
Óljóst er hvort stjórnmálaflokkar fái afhenta kjörskrárstofna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eins og tíðkast hefur í áratugi fyrir almennar kosningar.

Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu telur Persónuvernd vafa leika á því að miðlun kjörskrárstofnanna til flokkanna sé heimil. Innanríkisráðuneytið sagði við meðferð málsins að skrárnar yrðu afhentar fyrir kosningarnar í maí en Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, segir enn ekki ljóst hvort að af því verði. Frumkvæði þurfi að koma frá forsætisráðuneytinu sem biðji innanríkisráðuneytið um að gefa þjóðskránni fyrirmæli um að láta skrárnar af hendi.

„Við vitum ekki hvernig þessi tvö ráðuneyti bregaðast við í ljósi álits Persónuverndar og það er í rauninni óvíst hvort óskað verður eftir þessum kjörskrárgögnum,“ segir Margrét sem kveður afstöðu til málsins ekki verða tekna hjá Þjóðskrá fyrr en tilmæli berist frá innaríkisráðuneytinu.

„Persónuvernd segir lagagrundvöllinn ekki nógu traustan en innanríkisráðuneytið vísar á meginreglur lýræðisins og áratuga hefð. Það er ekkert einfalt að svara hvorir hagmsunirnir eru meiri en auðvitað ber stjórnvöldum að fara að lögum,“ segir forstjóri Þjóðskrár Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×