Innlent

Þingmaður Framsóknarflokks hefur áhyggjur af kvíðaröskun unglinga

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks
Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks
Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks lagði í dag fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir að þunglyndi og kvíði hjá börnum og unglingum verði rannsakað sérstaklega.

Börn og unglingar myndu þá samkvæmt tillögunni gangast undir sérstaka rannsókn og taka sálfræðipróf, og þeim sem mældust yfir viðmiðunarmörkum yrði í kjölfarið boðið upp á viðeigandi aðstoð og lækningu hjá sálfræðingum og fagaðilum.



Meðflutningsmenn tillögunnar eru 16 og tilheyra þeir fjórum flokkum, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Bjartri Framtíð og Sjálfstæðisflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×