Erlent

Ofurhugi í háloftunum

Fyrrverandi orrustuflugmaður skelfdi gesti á loftbelgjahátíð í Bretlandi um helgina, með því að ganga á mjórri málmstöng, á milli tveggja loftbelgja, með bundið fyrir augun. Ofurhuginn heitir Mike Howard og er 38 ára gamall. Hann hefur gaman af því að vera hátt uppi, í orðsins fyllstu merkingu. Það fengu menn að sjá í grennd við Bristol í Bretlandi, þar sem haldin er mikil loftbelgjahátíð um helgina. Mike fór með tvo loftbelgi upp í 4000 feta hæð. Málmstöng lá á milli belgjanna, og eftir að hafa bundið fyrir augun, fór hann út á stöngina og fitjaði sig yfir í hinn belginn. Raunar þykir Mike 4000 fet ekki mikil hæð. Hann hefur leikið þennan sama leik í 18 þúsund fetum, en varð að vera lægra núna, vegna áhorfendanna. Og kappinn vill fara enn hærra, næst ætlar hann að reyna við tuttugu þúsund fet.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×