Innlent

Rammvillt á slöngubát

Gissur Sigurðsson skrifar
Slöngubátur við Eyjar í ólíkt betra skyggni en var í gærkvöldi.
Slöngubátur við Eyjar í ólíkt betra skyggni en var í gærkvöldi.
Fimm manns lentu í hættu þegar vélin í slöngubát, sem fólkið var á, bilaði en báturinn var staddur í svarta þoku  suður af Heimaey rétt fyrir miðnætti.

Bátinn tók að reka hratt til suðaustur, frá Eyjum. Engin talstöð var með í för en svo vel vildi til að staðsetningartæki var í bátnum og gat fólkið sent björgunarmönnum hnit úr tækinu um farsíma.

Menn úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja héldu þegar út til leitar og fundu þeir fólkið klukkustund síðar, þrátt fyrir aðeins fimm metra skyggni í þokunni. Fólkið var vel búið og amaði ekkert að því nema sjóveiki, með tilheyrandi slappleika.

Báturinn var tekinn í tog og var komið til hafnar um klukkan tvö í nótt. Að sögn björgunarmanna skipti staðsetningartækið og farsímarnir sköpum um björgunina, því nánast vonlaust hefði annars verið að finna fólkið í þokunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×