Íslenski boltinn

"Leggja sjálfsvorkunn og grát til hliðar“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, segir að liðið eigi að leggja allt kapp á að halda sæti sínu í efstu deild karla.

Kristján ritar pistil á heimasíðu félagsins þar sem hann segir að áhersla hefði verið lögð á að nota sem flesta uppalda leikmenn.

„Þó verður að fara varlega í að setja of miklar byrðar á ungar herðar þegar um glímu við fallbaraáttudrauginn er að ræða því sú glíma reynir verulega á sál og líkama,“ skrifar Kristján sem tók við liðinu á miðju tímabili.

Keflavík er í botnsæti deildarinnar með sjö stig, rétt eins og Fylkir og ÍA sem eru bæði með betra markahlutfall. Víkingur Ólafsvík er svo með níu stig en fram undan er gríðarlega hörð fallbarátta.

„Einhverjir hafa komið að máli við mig og viðrað þá skoðun sína að kannski væri  best að Keflavík færi bara niður um deild til að geta byggt upp lið að nýju í því umhverfi.“

„Þessu er ég alls ekki sammála og mér finnst engin eiga að velta þessum möguleika upp. Við erum að byggja upp gott Keflavíkurlið í fótbolta og sú vinna mun halda áfram og engin deild er betur til þess fallin en efsta deild, deild þeirra bestu!“

„Það er því tími á að leggja sjálfsvorkun og grát til hliðar og rísa þess í stað á afturlappirnar og sýna hversu öflugir Keflvíkingar eru í leik og starfi þegar á reynir.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×