Fótbolti

Tottenham fær belgískan miðjumann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chadli í leik með Twente.
Chadli í leik með Twente. Nordic Photos / Getty Images
Nacer Chadli er genginn til liðs Tottenham en hann kemur frá hollenska úrvalsdeildarfélaginu FC Twente.

Kaupverðið er sjö milljónir punda eða 1,3 milljarður króna. Chadli hefur þegar samið um kaup og kjör og staðist læknisskoðun.

Chadli er 23 ára gamall og hefur spilað í Hollandi undanfarin þrjú ár. Hann skoraði til að mynda í báðum leikjum Twente gegn Tottenham í Meistaradeildinni árið 2010.

Hann á að baki fjórtán landsleiki með Belgíu en hann á ættir að rekja til Marokkó. Hann hefur spilað sem framherji með landsliðinu en yfirleitt á miðjunni og á vinstri kantinum með félagsliðum sínum.

Hann gæti því mögulega leyst Gareth Bale af hólmi og kemur til með að gefa Gylfa Þór Sigurðssyni samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×