Innlent

Eldur í Listasafni Íslands

Eldur kom upp í Listasafni Íslands á fimmta tímanum. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn enda væri tjón af völdum mikils elds á safninu gríðarlegt. Sem betur fer var ekki um mikinn eld að ræða en nokkur reykur myndaðist þegar kviknaði í loftljósi á forvörsluverkstæði safnsins.

Starfsmaður safnsins hafði snör hantök og var hann búinn að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði. Engar skemmdur urðu á verkum safnsins.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×