Erlent

Læknaði ísbjörn af tannpínu

Fyrir flesta er auðvelt að skreppa til tannlæknis ef tannpína gerir vart við sig. Málið flækist hins vegar nokkuð þegar 400 kílógramma ísbjörn á í hlut. Einn stærsti íbúinn í dýragarðinum í Moskvu hefur undanfarið verið hálflystarlaus eftir að hann fór að finna fyrir eymslum í tönnunum. Því var bugðið á það ráð að kalla til breskan tannlækni sem sérhæfir sig í að gera við tennur í dýrum til þess að losa ísbjörninn stóra við Karíus og Baktus. Svo virðist sem aðgerðin hafi heppnast vel en ísbjörninn verður þó að taka því rólega næstu dagana og eins verður líklega ekki mikið af sætindum á boðstólnum fyrir hann á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×