Erlent

Schröder ættleiðir

Gerhard Schröder Þýskalandskanslari og eiginkona hans Doris hafa ættleitt þriggja ára gamla rússneska stúlku, að sögn þýskra dagblaða. Bild og Süddeutsche Zeitung greindu frá því í gær að ættleiðingin hefði átt sér stað fyrir nokkrum vikum. Stúlkan heitir Viktoría og býr á heimili þeirra hjóna í Hannover. Fyrir eiga þau hjón þrettán ára dóttur. Starfsmenn kanslarans neituðu að staðfesta fregnina og vísuðu til réttar hans til einkalífs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×