Niðurrif Pravda stöðvað að kröfu lögmanns 3. maí 2007 12:00 Niðurrif á rústunum af skemmtistaðnum Pravda í Austurstræti sem hófst á laugardag, var stöðvað í morgun að kröfu lögmanns. Rekstraraðilar í húsinu telja að nú þegar hafi verið unnið ómetanlegt tjón á því sem þeir telja að hafi verið heill hluti af húsinu. Þeir eru óhressir með að borgin hyggist taka af þeim reksturinn án þess að tala við þá. Hálfur mánuður er liðinn frá því eldur kom upp í húsunum við Austurstræti 22 og Lækjargötu tvö. Enn er ekki á hreinu hvað verður gert á reitnum, hvort húsin verða byggð í svipaði mynd eða ekki, þótt borgarstjóri hafi sagt það vilja sinn. Það eru margir og mismunandi hagsmunir í húfi. Það eru hagsmunir eigenda húsanna, þeirra sem voru með rekstur í þeim og svo borgarinnar. Byrjað var að rífa Pravda á laugardag, en niðurrifið var stöðvað seinnipartinn í gær að kröfu Ástráðs Haraldssonar lögmanns eigenda hússins. Ástráður segir að ekki hafi verið komin heimild til niðurrifs hússins og þá lægi ekki fyrir sameiginlegur skilningur eigenda, tryggingafélags og borgarinnar um ástand hússins. Tryggingafélagið hefði t.d. ekki kveðið upp úr um það hvort húsið sé ónýtt. Einar Ingason rekstrarstjóri Pravda segist hissa á því að búið sé að rífa heillega hluta hússins, þangað sem eldurinn náði ekki. En það er sá hluti sem stóð næst Hressingarskálanum í vesturenda hússins og VIP herbergið í suðurenda. Þá segist Einar furða sig á að Reykjavíkurborg hyggist taka af þeim húsnæðið og reksturinn án þess svo mikið sem tala við sig og aðra sem eiga reksturinn. Þá segir Einar að hann og félagar hans telji sig enn hafa gildan leigusamning á Pravda. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar taldi byggingaverkfræðingur sem kallaður var til, að hægt hefði verið að byggja þá hluta hússins upp. Þá er mikill stuðningur við að Café Rósenberg í Lækjargötu tvö fái að halda áfram starfsemi sinni, en þar hafa tónlistarmenn átt afdrep fyrir tónleikahald og vilja að borgin sjái til þess að reksturinn fái að halda áfram á þessum stað. Þeir héldu tvenna styrktartónleika um síðustu helgi til stuðnings eigandanum, sem ekki var með rekstrartryggingu. Stuðningsmenn staðarins hafa safnað undirskriftum um eitt þúsund manns, sem afhenda á borgarstjóra á morgun. Viðræður standa yfir milli borgarinnar og eigenda fasteignanna og lóðanna. Borgin vill kaupa lóðirnar en alls er óvíst að samkomulag náist. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að eigendurnir vilji allt eins halda eignum sínum og byggja upp á svæðinu á eigin forsendum. Það er því langt í frá einhugur um hver framtíð húsanna og starfsemi í þeim á að vera. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Sjá meira
Niðurrif á rústunum af skemmtistaðnum Pravda í Austurstræti sem hófst á laugardag, var stöðvað í morgun að kröfu lögmanns. Rekstraraðilar í húsinu telja að nú þegar hafi verið unnið ómetanlegt tjón á því sem þeir telja að hafi verið heill hluti af húsinu. Þeir eru óhressir með að borgin hyggist taka af þeim reksturinn án þess að tala við þá. Hálfur mánuður er liðinn frá því eldur kom upp í húsunum við Austurstræti 22 og Lækjargötu tvö. Enn er ekki á hreinu hvað verður gert á reitnum, hvort húsin verða byggð í svipaði mynd eða ekki, þótt borgarstjóri hafi sagt það vilja sinn. Það eru margir og mismunandi hagsmunir í húfi. Það eru hagsmunir eigenda húsanna, þeirra sem voru með rekstur í þeim og svo borgarinnar. Byrjað var að rífa Pravda á laugardag, en niðurrifið var stöðvað seinnipartinn í gær að kröfu Ástráðs Haraldssonar lögmanns eigenda hússins. Ástráður segir að ekki hafi verið komin heimild til niðurrifs hússins og þá lægi ekki fyrir sameiginlegur skilningur eigenda, tryggingafélags og borgarinnar um ástand hússins. Tryggingafélagið hefði t.d. ekki kveðið upp úr um það hvort húsið sé ónýtt. Einar Ingason rekstrarstjóri Pravda segist hissa á því að búið sé að rífa heillega hluta hússins, þangað sem eldurinn náði ekki. En það er sá hluti sem stóð næst Hressingarskálanum í vesturenda hússins og VIP herbergið í suðurenda. Þá segist Einar furða sig á að Reykjavíkurborg hyggist taka af þeim húsnæðið og reksturinn án þess svo mikið sem tala við sig og aðra sem eiga reksturinn. Þá segir Einar að hann og félagar hans telji sig enn hafa gildan leigusamning á Pravda. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar taldi byggingaverkfræðingur sem kallaður var til, að hægt hefði verið að byggja þá hluta hússins upp. Þá er mikill stuðningur við að Café Rósenberg í Lækjargötu tvö fái að halda áfram starfsemi sinni, en þar hafa tónlistarmenn átt afdrep fyrir tónleikahald og vilja að borgin sjái til þess að reksturinn fái að halda áfram á þessum stað. Þeir héldu tvenna styrktartónleika um síðustu helgi til stuðnings eigandanum, sem ekki var með rekstrartryggingu. Stuðningsmenn staðarins hafa safnað undirskriftum um eitt þúsund manns, sem afhenda á borgarstjóra á morgun. Viðræður standa yfir milli borgarinnar og eigenda fasteignanna og lóðanna. Borgin vill kaupa lóðirnar en alls er óvíst að samkomulag náist. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að eigendurnir vilji allt eins halda eignum sínum og byggja upp á svæðinu á eigin forsendum. Það er því langt í frá einhugur um hver framtíð húsanna og starfsemi í þeim á að vera.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Sjá meira