Innlent

Orrustuþoturnar yfirgefa landið

Fjórar orrustuþotur breska flughersins tóku á loft frá Reykjavíkurflugvelli í dag. Þoturnar fóru í æfingaflug til Keflavíkur fyrir helgi en gátu ekki lent þar vegna veðurs. Sjaldgæft er að eins hreyfils orrustuþotum sé lent með blindflugstækjum. Einhverja þingmenn virðist gruna að þoturnar hafi verið látnar lenda í Reykjavík til að sýna hvað flugvöllurinn þar sé mikilvægur sem varaflugvöllur. Það verður hver að gera upp við sig hvort líklegt sé að konunglegi breski flugherinn taki þátt í slíku samsæri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×