Hærri laun í ræsinu en á leikskóla 17. október 2005 23:43 Pólskur innflytjandi hefur rekið sig áþreifanlega á að hér á landi sé það betur metið að vinna í ræsinu en að annast leikskólabörn. Hann fær rúmum fjörutíu þúsund krónum meira á mánuði í tekjur eftir að hann skipti um starfsvettvang. Báðir vinnustaðir eru hjá Reykjavíkurborg. Á leikskólanum Njálsborg vinna starfsmenn hörðum höndum við að halda starfseminni gangandi, þrátt fyrir nemendur af ólíku þjóðerni sem gerir það mjög eftirsóknarvert að hafa fjöltyngda starfsmenn. Þótt Lúkas Stenkel hafi gjarnan viljað vera starfsmaður leikskólans, þar sem hann hafði unnið um tíma, fékk hann ekki nema níutíu og fjögur þúsund krónur í laun eftir skatta. Hann fær tæpar eitt hundrað og fjörutíu þúsund í nýja starfinu sem snýst um að sinna viðhaldi með leikvöllum og ræsum. Spurður hvor vinnan sé erfiðari segir Lúkas að það sé leikskólavinnan; nýja starfið sé reyndar líkamlegt en það sé þó auðvelt, enda þekki hann það miklu verra í Póllandi. „Vinnan á leikskólanum er ábyrgðarfull en mjög skemmtileg,“ segir Lúkas. „Ég naut þess að vera þar; þetta var eins og heimili manns og börnin erum mjög yndisleg. En nú vinn ég minna og fæ borgað aðeins betur. Ég verð að lifa. Ef launin á leikskólanum væru betri vildi ég frekar vera þar. Þetta var nákvæmlega fyrir mig.“ Það borgar sig því miklu betur að vera í ræsinu þótt vinnuveitandinn sé sá sami. Edda Margrét Jensdóttir, leikskólastjóri Njálsborgar, segist ekki geta útskýrt þennan launamun og segir nýútskrifaða leikskólakennara fá þau laun sem Lúkas fái í dag, sem eru tæpar 140 þúsund krónur. Að sögn Eddu eru þau laun allt of lág og það verði að fara að meta þessa háskólamenntun að verðleikum. Í athugasemd frá Leikskólum Reykjavíkur vegna þessarar fréttar segir að byrjunarlaun leikskólakennara séu tæpar hundrað og sjötíu þúsund krónur, en ekki tæpar hundrað og fjörutíu þúsund eins og kom fram í máli Eddu Margrétar. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Pólskur innflytjandi hefur rekið sig áþreifanlega á að hér á landi sé það betur metið að vinna í ræsinu en að annast leikskólabörn. Hann fær rúmum fjörutíu þúsund krónum meira á mánuði í tekjur eftir að hann skipti um starfsvettvang. Báðir vinnustaðir eru hjá Reykjavíkurborg. Á leikskólanum Njálsborg vinna starfsmenn hörðum höndum við að halda starfseminni gangandi, þrátt fyrir nemendur af ólíku þjóðerni sem gerir það mjög eftirsóknarvert að hafa fjöltyngda starfsmenn. Þótt Lúkas Stenkel hafi gjarnan viljað vera starfsmaður leikskólans, þar sem hann hafði unnið um tíma, fékk hann ekki nema níutíu og fjögur þúsund krónur í laun eftir skatta. Hann fær tæpar eitt hundrað og fjörutíu þúsund í nýja starfinu sem snýst um að sinna viðhaldi með leikvöllum og ræsum. Spurður hvor vinnan sé erfiðari segir Lúkas að það sé leikskólavinnan; nýja starfið sé reyndar líkamlegt en það sé þó auðvelt, enda þekki hann það miklu verra í Póllandi. „Vinnan á leikskólanum er ábyrgðarfull en mjög skemmtileg,“ segir Lúkas. „Ég naut þess að vera þar; þetta var eins og heimili manns og börnin erum mjög yndisleg. En nú vinn ég minna og fæ borgað aðeins betur. Ég verð að lifa. Ef launin á leikskólanum væru betri vildi ég frekar vera þar. Þetta var nákvæmlega fyrir mig.“ Það borgar sig því miklu betur að vera í ræsinu þótt vinnuveitandinn sé sá sami. Edda Margrét Jensdóttir, leikskólastjóri Njálsborgar, segist ekki geta útskýrt þennan launamun og segir nýútskrifaða leikskólakennara fá þau laun sem Lúkas fái í dag, sem eru tæpar 140 þúsund krónur. Að sögn Eddu eru þau laun allt of lág og það verði að fara að meta þessa háskólamenntun að verðleikum. Í athugasemd frá Leikskólum Reykjavíkur vegna þessarar fréttar segir að byrjunarlaun leikskólakennara séu tæpar hundrað og sjötíu þúsund krónur, en ekki tæpar hundrað og fjörutíu þúsund eins og kom fram í máli Eddu Margrétar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira