Umburðarlyndið sprettur upp samhliða hatrinu Brjánn Jónasson skrifar 16. desember 2013 06:30 Borgarstarfsmenn hreinsuðu upp þrjú svínshöfuð, sex svínslappir, blóðugan Kóran og fleira á lóðinni í Sogamýri, þar sem til stendur að reisa mosku. Fréttablaðið/Vilhelm Algengt er að svínshöfuð séu notuð til að mótmæla moskum í Svíþjóð. Í samhengi við það sem hefur verið að gerast í Svíþjóð er það því augljós hatursglæpur þegar svínshöfðum, svínslöppum og Kóraninum var komið fyrir á lóð Félags íslenskra múslima í Sogamýrinni nýverið. Þetta segir Klas Borell, prófessor við Jönköping-háskóla í Svíþjóð og sérfræðingur um hatursglæpi. Borell segir vaxandi fjölda slíkra hatursglæpa í Svíþjóð hafa haft áhugaverða hliðarverkan. Þannig hvetji þessir hatursglæpir umburðarlyndari borgara landsins til að lýsa skoðunum sínum og standa með múslimum. „Svínshöfuð eru orðin einkenni hatursglæpa sem beinast gegn eigum múslima,“ segir Borell. Niðurstöður rannsóknar sem hann vann meðal múslima í Svíþjóð sýna að fjórir af hverjum tíu söfnuðum hafa orðið fyrir hatursglæpum. Eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu hefur lögreglan lokið rannsókn á því þegar komið var fyrir svínshöfðum, svínslöppum og blóðugu eintaki af Kóraninum á lóð múslima í Sogamýri. Ákærusvið lögreglu fjallar nú um málið.Svipað atvik kom upp í borginni Trollhättan í Suður-Svíþjóð síðastliðinn miðvikudag. Þá var svínshöfuð skilið eftir við aðalinngang mosku í borginni. „Okkur er ekki órótt af því að þetta er svín, þetta væri hræðilegt sama hvaða dýr væri um að ræða. Svo breytir engu að þetta sé við mosku, þetta væri ógeðfellt hvar sem er,“ sagði Salim, talsmaður moskunnar, við sænska blaðið Expressen. Talsmaður lögreglu segir tilvik sem þetta koma upp af og til, oftast þegar jólin nálgist. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Algengt er að svínshöfuð séu notuð til að mótmæla moskum í Svíþjóð. Í samhengi við það sem hefur verið að gerast í Svíþjóð er það því augljós hatursglæpur þegar svínshöfðum, svínslöppum og Kóraninum var komið fyrir á lóð Félags íslenskra múslima í Sogamýrinni nýverið. Þetta segir Klas Borell, prófessor við Jönköping-háskóla í Svíþjóð og sérfræðingur um hatursglæpi. Borell segir vaxandi fjölda slíkra hatursglæpa í Svíþjóð hafa haft áhugaverða hliðarverkan. Þannig hvetji þessir hatursglæpir umburðarlyndari borgara landsins til að lýsa skoðunum sínum og standa með múslimum. „Svínshöfuð eru orðin einkenni hatursglæpa sem beinast gegn eigum múslima,“ segir Borell. Niðurstöður rannsóknar sem hann vann meðal múslima í Svíþjóð sýna að fjórir af hverjum tíu söfnuðum hafa orðið fyrir hatursglæpum. Eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu hefur lögreglan lokið rannsókn á því þegar komið var fyrir svínshöfðum, svínslöppum og blóðugu eintaki af Kóraninum á lóð múslima í Sogamýri. Ákærusvið lögreglu fjallar nú um málið.Svipað atvik kom upp í borginni Trollhättan í Suður-Svíþjóð síðastliðinn miðvikudag. Þá var svínshöfuð skilið eftir við aðalinngang mosku í borginni. „Okkur er ekki órótt af því að þetta er svín, þetta væri hræðilegt sama hvaða dýr væri um að ræða. Svo breytir engu að þetta sé við mosku, þetta væri ógeðfellt hvar sem er,“ sagði Salim, talsmaður moskunnar, við sænska blaðið Expressen. Talsmaður lögreglu segir tilvik sem þetta koma upp af og til, oftast þegar jólin nálgist.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira