Harpa hefur ákveðið að fá íslenska listamenn til að skapa „Jólatré“ Hörpu á hverju ári. Tréð er túlkun listamanns á viðfangsefnininu í hvert sinn og verður verkið til sýnis á fyrstu hæð. Harpa vill með þessu móti styðja við unga íslenska listarmenn og kynna verk þeirra, eins og kemur fram í fréttatilkynningu.
Helgi er fæddur í Reykjavík árið 1975. Hann hlaut BFA gráðu í myndlist frá Gerrit Rietfeld Akademíunni í Amsterdam árið 2002, nam Sónólógíu í Konunglegu Konservatoríunni í Haag og hlaut árið 2004 MFA gráðu frá Sandberg stofnuninni í Amsterdam. Tónlist skipar mikilvægan sess í lífi og verkum Helga en hann hefur um árabil verið framarlega í tilraunakenndri raftónlist, meðal annars sem meðlimur Stilluppsteypu og Evil Madness.

Jólatré Helga er einskonar heilandi hönd sem á að hafa góð áhrif á alla sem koma nálægt henni.