Enski boltinn

Mascherano fær tveggja leikja bann til viðbótar

Javier Mascherano hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann til viðbótar við eins leiks bannið sem hann fékk fyrir að fá tvö gul spjöld í leik Liverpool og Manchester United fyrir tveimur vikum.

Argentínska miðjumanninum var þá vikið af velli fyrir að mótmæla dómi Steve Bennet dómara.

Að öllu jöfnu hefði það aðeins verskuldað eins leiks bann en þar sem Mascherano neitaði að yfirgefa völlinn samstundis ákvað Enska knattspyrnusambandið að framlengja bannið um tvo leiki.

Hann var þar að auki sektaður um 15 þúsund pund.

Mascherano mun vegna þessa missa af leikjum við Arsenal og Blackburn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×