Lífið

Fokdýrir tvíburar Brangelinu

Það er ekki ókeypis að eignast börn. Þetta vita Angelina Jolie og Brad Pitt. Þau hafa sett til hliðar litlar 20 milljónir dollara til að fæða tvíburana sína sómasamlega í Frakklandi.

Margir hafa kannski eignast sín börn án þess að eiga einn og hálfan milljarð króna í sparibauknum. Þeim til upplýsingar þá eru, samkvæmt heimildum Life and Style tímaritsins, nokkrir kostnaðarliða þessir:

* 332 þúsund dollarar, eða 24 milljónir króna fara í það að leigja þyrlu til að flytja Angelinu á sjúkrahús þegar stóra stundin rennur upp.

* 3,3 milljónir dollara, eða 240 milljónir króna kostar að leigja villu á frönsku rívíerunni þar sem parið dvelur fram að fæðingu barnanna.

* 100 þúsund dollarar, eða rúmar sjö milljónir fara í níu bíla sem Brangelina hefur til leigu í frönsku sveitinni.

Nánari upplýsingar um þessa dýru fæðingu er að finna í blaðinu, en ljóst er að parið telur ekki aurana þegar kemur að grislingunum sínum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.