Það er ekki ókeypis að eignast börn. Þetta vita Angelina Jolie og Brad Pitt. Þau hafa sett til hliðar litlar 20 milljónir dollara til að fæða tvíburana sína sómasamlega í Frakklandi.
Margir hafa kannski eignast sín börn án þess að eiga einn og hálfan milljarð króna í sparibauknum. Þeim til upplýsingar þá eru, samkvæmt heimildum Life and Style tímaritsins, nokkrir kostnaðarliða þessir:
* 332 þúsund dollarar, eða 24 milljónir króna fara í það að leigja þyrlu til að flytja Angelinu á sjúkrahús þegar stóra stundin rennur upp.
* 3,3 milljónir dollara, eða 240 milljónir króna kostar að leigja villu á frönsku rívíerunni þar sem parið dvelur fram að fæðingu barnanna.
* 100 þúsund dollarar, eða rúmar sjö milljónir fara í níu bíla sem Brangelina hefur til leigu í frönsku sveitinni.
Nánari upplýsingar um þessa dýru fæðingu er að finna í blaðinu, en ljóst er að parið telur ekki aurana þegar kemur að grislingunum sínum.
Fokdýrir tvíburar Brangelinu

Mest lesið



Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni



Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð
Tíska og hönnun


Borgin býður í tívolíveislu
Tónlist

„Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“
Lífið samstarf
