Enski boltinn

Vidic í myndatöku öðru sinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nemanja Vidic fær far með hnjaskbílnum í fyrrakvöld.
Nemanja Vidic fær far með hnjaskbílnum í fyrrakvöld. Nordic Photos / Getty Images
Nemanja Vidic, leikmaður Manchester United, mun í dag fara í myndatöku á vinstra hné öðru sinni eftir að hann meiddist í leik gegn Roma á þriðjudagskvöldið.

Vidic datt illa í leiknum og þurfti að láta skipta sér út af. Hann fór í myndatöku í gær en ekki var hægt að meta meiðsli hans að fullu þar sem hné hans var enn mjög bólgið.

„Ég vona innilega að meiðslin séu ekki alvarleg því hann er afar mikilvægur hluti af okkar liði. Þetta gætu verið taugaskemmdir en við bara vitum það ekki enn sem komið er."

John O'Shea tók stöðu Vidic í vörninni í Róm en Mikael Silvestre hefur undanfarið verið að koma sér aftur á ról eftir að hafa jafnað sig á krossbandaslitum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×