Lífið

Allt að smella saman, segir sminka Eurobandsins

ellyarmanns skrifar
Sminkan Sólveig Birna fylgir Regínu hvert sem hún fer í Belgrad og sér til þess að hún líti vel út.
Sminkan Sólveig Birna fylgir Regínu hvert sem hún fer í Belgrad og sér til þess að hún líti vel út.

"Það er búið að ganga alveg ljómandi vel hjá okkur. Þau koma öll mjög vel út í mynd og þetta er allt að smella saman. Heildarútlitið er tilbúið," segir Sólveig Birna Gísladóttir förðunar- og Airbrushmeistari sem sér um að Eurobandið líti skikkanlega vel út öllum stundum í Belgrad en hún hefur átta ára reynslu af að fríkka upp á íslenskar stjörnur hjá Sjónvarpinu.

 

Hér sprautar Sólveig Birna framan í Friðrik.

"Regína verður með fallega bleikan gloss sem heitir Beautiqueen. Ég skyggi Friðrik Ómar í kringum augun en þá er ég einungis að farða hann fyrir sjónvarp og set líka farða á hendurnar á þeim. Þá jafna ég þau út og útfæri fallegan húðlit með Airbrushmálningu."



Skjöldur stíliserar og greiðir Friðrik og Regínu á meðan Sólveig Birna hugar að förðuninni.

"Þetta er búið að vera alveg frábært. Það er virkilega mikil og góð stemning í hópnum."

"Við erum að fara á æfingu klukkan 14 í dag en þá verður tekið svokallað rennsli. Svo laga ég þau til í kvöld, púðra þau og fínisera," segir Sólveig Birna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.