Sean Davis, Lauren og Milan Baros gætu allir hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Portsmouth en enginn þeirra lét sjá sig í sigurhátíð leikmanna liðsins í Portsmouth á sunnudaginn.
Leikmenn fögnuðu þá enska bikarmeistaratitlinum sem Portsmouth vann eftir sigur á Cardiff í úrslitaleik á laugardaginn.
Davis og Lauren voru hvorugur í sextán manna leikmannahópi Portsmouth þó svo að báðir höfðu spilað reglulega með liðinu í vor en Baros kom inn á sem varamaður fyrir Kanu á 87. mínútu. Kanu skoraði sigurmark leiksins.
Baros er á láni frá franska félaginu Lyon en Portsmouth hefur þann möguleika að kaupa hann. Baros hefur ekki náð að skora í þeim sextán leikjum sem hann hefur komið við sögu með Portsmouth.
Peter Storrie, framkvæmdarstjóri Portsmouth, staðfesti að hann myndi skoða framtíð þessara leikmanna sem og annarra í samstarfi við Harry Redknapp, knattspyrnustjóra liðsins.
Þrír leikmenn á leið frá Portsmouth
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn