Enski boltinn

King er úr leik hjá Tottenham

NordcPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Ledley King hjá Tottenham getur ekki leikið meira með liði sínu á leiktíðinni og ákveðið hefur verið að hvíla hann þar sem hann hefur enn ekki náð sér af erfiðum hnémeiðslum.

Þessi 27 ára gamli fyrirliði liðsins hefur aðeins spilað 10 leiki með Tottenham í vetur, en sýndi í þeim að hann hefur engu gleymt þrátt fyrir að hafa barist við erfið meiðsli undanfarin ár.

"Það eru sex leikir eftir af leiktíðinni og ég gæti fræðilega spilað þá, því mér líður ágætlega í hnénu. Við höfum hinsvegar ákveðið að gera þetta með framtíðina í huga og mér er ætlað að ná mér alveg í sumar," sagði King.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×