Lífið

Enginn tími fyrir partíin, segir Sigmar

ellyarmanns skrifar
"Þetta er eins og að taka skemmtilegan túr með góðum togara," segir Sigmar.
"Þetta er eins og að taka skemmtilegan túr með góðum togara," segir Sigmar.

"Það er búið að vera brjálað að gera. Þetta er svakalega mikil keyrsla en þetta er mjög skemmtilegt og allt öðruvísi vinna en heima," svarar Sigmar Guðmundsson þegar Vísir spyr hvernig honum gengur að undirbúa það víðamikla verkefni að lýsa seinni undanriðlinum í Belgrad sem hefst klukkan 19 í kvöld.

Sigmar sjónvarpsmaður fylgist grannt með generalprufunum á meðan Regína og Friðrik standa í ströngu við að kynna framlag Íslands.

"Þetta er eins og að taka skemmtilegan túr með góðum togara. Brjáluð skorpuvinna í stuttan tíma."

"Ég er ekki mikið með Íslendingunum því ég er svo mikið í höllinni að fylgjast með æfingunum, generalprufunum og keppninni í heild."

"Eðli míns starfs er þannig að ég er ekki mikið í kringum íslensku keppendurna. Tvær þriggja tíma generalprufur og ein í dag og ég þarf að fylgjast með þeim öllum. Ég hef þar af leiðandi minni tíma til að fara í partíin."

Viltu spá fyrir okkar fólki í kvöld?

"Við förum áfram," segir Sigmar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.