Milljarðakaup á verðlausu skuldabréfi ein ástæða húsleita 17. nóvember 2010 06:00 Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis keypti verðlaust skuldabréf af Saga Capital á rúman milljarð haustið 2008. Þetta er meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitum og yfirheyrslum Sérstaks saksóknara í allan gærdag. Rannsakendur töldu að samningurinn væri falsaður til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður fyrir hrun og sendu ábendingu um það til sérstaks saksóknara. Tölvupóstsamskipti sýna hins vegar að pósturinn var ekta og hefur sérstakur saksóknari því ekki rannsakað meint skjalafals. Ráðist var í tæplega tuttugu húsleitir í gær vegna rannsóknar á fimm málum tengdum Glitni. Allir liðsmenn svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem stefnt hefur verið í New York, koma við sögu í félögum sem viðriðin eru hin meintu vafasömu viðskipti. Enginn sjömenninganna var þó yfirheyrður í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggjast starfsmenn Sérstaks saksóknara undirbyggja rannsókn sína betur með yfirheyrslum og gagnayfirlegu áður en stórlaxarnir verða kallaðir fyrir. Lárus Welding ætlar, samkvæmt heimildum blaðsins, að koma frá London í yfirheyrslu á morgun. Jón Ásgeir sagði við Fréttablaðið í gær að hvorki hann né Ingibjörg Pálmadóttir kona hans hefðu verið boðuð í skýrslutöku. Meðal staða sem leitað var á í gær er heimili Lárusar í Blönduhlíð - þar sem ekki var lagt hald á neitt að sögn Ragnars H. Hall, lögmanns hans - skrifstofa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, skrifstofa Pálma Haraldssonar í Reykjavík og skrifstofur Saga fjárfestingarbanka í Reykjavík og á Akureyri. Þá gerði lögreglan á Hvolsvelli eina húsleit vegna málsins. Alls voru tíu manns yfirheyrðir í gær, einkum stjórnendur úr gamla Glitni og Saga fjárfestingarbanka. Meðal þeirra voru Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, og Guðný Sigurðardóttir af lánasviði Glitnis. Sumir voru handteknir, þeirra á meðal Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri bankans, sem var sóttur á heimili sitt árla morguns. Húsleitir og skýrslutökur stóðu enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ekki var þó farið fram á gæsluvarðhald eða farbann yfir neinum hinna yfirheyrðu í gær. Tengdar fréttir Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. 17. nóvember 2010 12:15 Keypti verðlaust bréf af Saga á yfir milljarð Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. 17. nóvember 2010 06:00 Stórlaxar í Glitnismáli mæta til yfirheyrslu - engin lög um skuggastjórnun Ekki er útilokað að fyrrverandi hluthafar Glitnis og æðstu stjórnendur verði kallaðir til yfirheyrslu á næstunni í tengslum við rannsókn Glitnismálsins. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum í tengslum við rannsóknina. 17. nóvember 2010 12:09 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis keypti verðlaust skuldabréf af Saga Capital á rúman milljarð haustið 2008. Þetta er meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitum og yfirheyrslum Sérstaks saksóknara í allan gærdag. Rannsakendur töldu að samningurinn væri falsaður til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður fyrir hrun og sendu ábendingu um það til sérstaks saksóknara. Tölvupóstsamskipti sýna hins vegar að pósturinn var ekta og hefur sérstakur saksóknari því ekki rannsakað meint skjalafals. Ráðist var í tæplega tuttugu húsleitir í gær vegna rannsóknar á fimm málum tengdum Glitni. Allir liðsmenn svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem stefnt hefur verið í New York, koma við sögu í félögum sem viðriðin eru hin meintu vafasömu viðskipti. Enginn sjömenninganna var þó yfirheyrður í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggjast starfsmenn Sérstaks saksóknara undirbyggja rannsókn sína betur með yfirheyrslum og gagnayfirlegu áður en stórlaxarnir verða kallaðir fyrir. Lárus Welding ætlar, samkvæmt heimildum blaðsins, að koma frá London í yfirheyrslu á morgun. Jón Ásgeir sagði við Fréttablaðið í gær að hvorki hann né Ingibjörg Pálmadóttir kona hans hefðu verið boðuð í skýrslutöku. Meðal staða sem leitað var á í gær er heimili Lárusar í Blönduhlíð - þar sem ekki var lagt hald á neitt að sögn Ragnars H. Hall, lögmanns hans - skrifstofa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, skrifstofa Pálma Haraldssonar í Reykjavík og skrifstofur Saga fjárfestingarbanka í Reykjavík og á Akureyri. Þá gerði lögreglan á Hvolsvelli eina húsleit vegna málsins. Alls voru tíu manns yfirheyrðir í gær, einkum stjórnendur úr gamla Glitni og Saga fjárfestingarbanka. Meðal þeirra voru Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, og Guðný Sigurðardóttir af lánasviði Glitnis. Sumir voru handteknir, þeirra á meðal Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri bankans, sem var sóttur á heimili sitt árla morguns. Húsleitir og skýrslutökur stóðu enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ekki var þó farið fram á gæsluvarðhald eða farbann yfir neinum hinna yfirheyrðu í gær.
Tengdar fréttir Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. 17. nóvember 2010 12:15 Keypti verðlaust bréf af Saga á yfir milljarð Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. 17. nóvember 2010 06:00 Stórlaxar í Glitnismáli mæta til yfirheyrslu - engin lög um skuggastjórnun Ekki er útilokað að fyrrverandi hluthafar Glitnis og æðstu stjórnendur verði kallaðir til yfirheyrslu á næstunni í tengslum við rannsókn Glitnismálsins. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum í tengslum við rannsóknina. 17. nóvember 2010 12:09 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. 17. nóvember 2010 12:15
Keypti verðlaust bréf af Saga á yfir milljarð Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. 17. nóvember 2010 06:00
Stórlaxar í Glitnismáli mæta til yfirheyrslu - engin lög um skuggastjórnun Ekki er útilokað að fyrrverandi hluthafar Glitnis og æðstu stjórnendur verði kallaðir til yfirheyrslu á næstunni í tengslum við rannsókn Glitnismálsins. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum í tengslum við rannsóknina. 17. nóvember 2010 12:09