Innlent

10/11 löggan dæmd fyrir líkamsárás

Lögreglumaðurinn tók harkalega á piltinum. Mynd af YouTube.
Lögreglumaðurinn tók harkalega á piltinum. Mynd af YouTube.

Lögreglumaður sem handtók 17 ára pilt og handjárnaði í verslun 10/11 í Grímsbæ í Reykjavík í vor, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur fyrir líkamsárás. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða 120 þúsund króna sekt í ríkissjóðs og til að greiða piltinum 60 þúsund krónur í miskabætur.

Málavextir voru þeir að mánudagskvöldið 26. maí var lögreglumaðurinn og samstarfsmaður hans sendir að verslun 10/11 í Grímsbæ við Bústaðaveg. Þaðan hafði borist tilkynning vegna gruns um þjófnað. Segir í skýrslu sem lögreglumaðurinn ritar að í tilkynningunni hafi komið fram að starfsmönnum verslunarinnar stæði stuggur af hópi fólks sem væri á vettvangi ásamt hinum grunaða. Er lögreglumennirnir komu á vettvang var þeim bent á hinn sautján ára gamla pilt sem var þar ásamt hópi fólks og kváðust starfsmenn verslunarinnar gruna hann um að hafa stolið tyggjópakka.

Pilturinn var beðinn um að tæma vasa sína en brást við með því að hreyta fúkyrðum í lögreglumanninn, sem leiddi til þess að lögreglumaðurinn tók harkalega á piltinum. Segir héraðsdómur að lögreglumaðurinn hafi gert atlögu að piltnum sem hvorki hafi verið sýnt fram á að tengdist leit á honum né heldur hafi verið sýnt fram á að átt hafi að handtaka hann. Héraðsdómur segir því að um hafi verið að ræða líkamsárás sem að öllum líkindum hafi verið viðbrögð við orðum piltsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×