Þéttbýlust þá en strjálbýlust nú Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. janúar 2014 18:34 Höfuðborgarsvæðið hefur nú náð þeim krítíska punkti að samgöngukerfi þess, byggt á einkabílum og stofnbrautum, er komið að ákveðnum þolmörkum. Þetta segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Mikið hefur breyst frá árinu 1930 þegar Reykjavík var ein þéttbýlasta borg Norðurlanda. Ásgeir segir í nýrri grein í Vísbendingu að erfitt hafi verið að greina heildarhugsun í skipulagsmálum Reykjavíkur og vöxtur höfuðborgarsvæðisins hafi að miklu ráðist af samöngukerfum sem hafi verið við lýði.Allir í göngufæri við miðbæinn Grundvallarbreytingar hafa orðið í samsetningu byggðar í Reykjavík frá árinu 1930. Í grein Ásgeirs kemur fram að það ár hafi allir íbúar Reykjavíkur, 28 þúsund talsins, verið göngufæri við miðbæinn enda aðeins um einn til tveir kílómetrar frá miðju byggðarinnar til jaðars hennar á þeim tíma. Ásgeir segir að þróun byggðar hafi breyst hratt eftir að strætisvagnaferðir hófust árið 1931. Borgin hafi síðan haldið áfram að breiða úr sér eftir að bílar urðu að almenningseign eftir 1960 og Reykjavík fór úr því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í að verða sú dreifbýlasta.Samgöngukerfi borgarinnar á þolmörkum Ásgeir segir að höfuðborgarsvæðið hafi nú náð þeim krítíska punkti að samgöngukerfi þess, byggt á einkabílum og stofnbrautum sé komið að á ákveðnum þolmörkum. Ásgeir segir að sterkir hagrænir hvatar hafi skapast á síðustu árum til þess að þétta byggð með hækkandi eldsneytisverði og vaxandi umferðarálagi. Ásgeir segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að staðan sem nú sé uppi kalli á breytingar. „Þetta kallar bæði á þéttingu byggðar til að nýta betur landið á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík tekur álíka að flatarmáli og Amsterdam. Einnig verðum við að huga að samgönguæðum. Þessum stóru stofnbrautum, þær þarf að bæta, Sundabraut kemur upp í hugann.“Ferðatími vaxið mikið Ásgeir nefnir að ferðatími innan höfuðborgarsvæðisins hafi vaxið mikið á síðustu 20 árum. Mun lengri tíma taki að ferðast milli hverfa nú en áður og ferðakostnaður þar með aukist all verulega. Þá hefur fasteignaverð miðsvæðis hækkað mun meira en í hverfum utar í byggðinni. Ásgeir segir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi tekið mikilvæg skref í þátt að þéttingu byggðar eins og með að loka sárum miðsvæðis í borginni í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur en gera verði meira. „Það er tvennt sem þarf að gera. Í fyrsta lagi þarf að eyða flöskuhálsum fyrir umferð, þannig að hún geti runnið í gegn. Og einnig efla annars konar samgöngur en einkabíla,“ segir Ásgeir. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið hefur nú náð þeim krítíska punkti að samgöngukerfi þess, byggt á einkabílum og stofnbrautum, er komið að ákveðnum þolmörkum. Þetta segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Mikið hefur breyst frá árinu 1930 þegar Reykjavík var ein þéttbýlasta borg Norðurlanda. Ásgeir segir í nýrri grein í Vísbendingu að erfitt hafi verið að greina heildarhugsun í skipulagsmálum Reykjavíkur og vöxtur höfuðborgarsvæðisins hafi að miklu ráðist af samöngukerfum sem hafi verið við lýði.Allir í göngufæri við miðbæinn Grundvallarbreytingar hafa orðið í samsetningu byggðar í Reykjavík frá árinu 1930. Í grein Ásgeirs kemur fram að það ár hafi allir íbúar Reykjavíkur, 28 þúsund talsins, verið göngufæri við miðbæinn enda aðeins um einn til tveir kílómetrar frá miðju byggðarinnar til jaðars hennar á þeim tíma. Ásgeir segir að þróun byggðar hafi breyst hratt eftir að strætisvagnaferðir hófust árið 1931. Borgin hafi síðan haldið áfram að breiða úr sér eftir að bílar urðu að almenningseign eftir 1960 og Reykjavík fór úr því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í að verða sú dreifbýlasta.Samgöngukerfi borgarinnar á þolmörkum Ásgeir segir að höfuðborgarsvæðið hafi nú náð þeim krítíska punkti að samgöngukerfi þess, byggt á einkabílum og stofnbrautum sé komið að á ákveðnum þolmörkum. Ásgeir segir að sterkir hagrænir hvatar hafi skapast á síðustu árum til þess að þétta byggð með hækkandi eldsneytisverði og vaxandi umferðarálagi. Ásgeir segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að staðan sem nú sé uppi kalli á breytingar. „Þetta kallar bæði á þéttingu byggðar til að nýta betur landið á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík tekur álíka að flatarmáli og Amsterdam. Einnig verðum við að huga að samgönguæðum. Þessum stóru stofnbrautum, þær þarf að bæta, Sundabraut kemur upp í hugann.“Ferðatími vaxið mikið Ásgeir nefnir að ferðatími innan höfuðborgarsvæðisins hafi vaxið mikið á síðustu 20 árum. Mun lengri tíma taki að ferðast milli hverfa nú en áður og ferðakostnaður þar með aukist all verulega. Þá hefur fasteignaverð miðsvæðis hækkað mun meira en í hverfum utar í byggðinni. Ásgeir segir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi tekið mikilvæg skref í þátt að þéttingu byggðar eins og með að loka sárum miðsvæðis í borginni í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur en gera verði meira. „Það er tvennt sem þarf að gera. Í fyrsta lagi þarf að eyða flöskuhálsum fyrir umferð, þannig að hún geti runnið í gegn. Og einnig efla annars konar samgöngur en einkabíla,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira