Innlent

Velferðasvið og SÁÁ undirrita samning um búsetuúrræði

Stella Víðisdóttir og Þórarinn Tyrfingsson undirrita samstarfssamninginn í dag.
Stella Víðisdóttir og Þórarinn Tyrfingsson undirrita samstarfssamninginn í dag.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert samning við SÁÁ vegna búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi við áfengis- og vímuefnaneytendur í bata. Stella Kr. Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, undirrituðu samninginn í dag.

Í tilkynningu frá borginni kemur fram að Velferðarráð Reykjavíkurborgar hafi samþykkt í október tillögu þess efnis að gengið yrði til samninga við SÁÁ um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. Úrræðið sé samvinnuverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Um er að ræða búsetuúrræði fyrir allt að 20 einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu. Þeim verður veitt húsaskjól, félagslegur stuðningur og hæfingu þannig að íbúar geti í framhaldinu búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án vímugjafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×