Innlent

Arnarnesræningjarnir ófundnir

Enginn hefur enn verið yfirheyrður eða handtekinn og engar haldbærar vísbendingar hafa borist lögregu vegna mannanna tveggja, sem rændu roskin hjón á heimili þeirra á Arnarnesi í Garðabæ undir miðnætti í fyrrakvöld. Mennirnir, sem taldir eru vera um tvítugt, íslenskir og um 180 sentimetrar á hæð, voru grímuklæddir og vopnaðir hnífum. Náist til þeirra verða þeir væntanlega sakaðir um húsbrot, líkamsárás, hótanir, frelsissviptingu og rán. Lögreglan leggur mikið kapp á rannsóknina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×