Erlent

Parið var orðið peningalaust

Ina Caterina Remhof
Móðirin unga skildi börnin eftir á veitingastað.
fréttablaðið/AP
Ina Caterina Remhof Móðirin unga skildi börnin eftir á veitingastað. fréttablaðið/AP

Börnin þrjú, sem þýskt par skildi eftir á veitingastað á Ítalíu fyrir viku, komu heim til Þýskalands á föstudaginn. Þau eru í umsjón móðurforeldra sinna og undir eftirliti þýskra barnaverndaryfirvalda.

Yngsta barnið er átta mánaða, það elsta sex ára. Móðir þeirra, Ina Caterina Renhof, sagðist hafa yfirgefið börnin ásamt kærasta sínum, Sascha Schmidt, vegna þess að þau áttu engan pening eftir til að gefa þeim að borða.

Parið fannst í úthverfi ítölsku borgarinnar Aosta eftir að lögregla í nokkrum löndum hafði gert mikla leit að þeim. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×