Innlent

Búinn að greiða 77 milljónir

Hendrik Björn Hermannsson leysir málin.
Hendrik Björn Hermannsson leysir málin.

„Málinu var frestað til 18. maí en við munum sátt í málinu, þessar 290 þúsund krónur verða greiddar," segir fyrrum veitingamaðurinn Hendrik Björn Hermannsson sem fór ansi illa út úr veitingarekstrinum Skólabrú en hann var ákærður fyrir fjárdrátt þar sem félag hans greiddi ekki ríkinu tæpar 300 þúsund krónur í gjöld af launum. Réttað var í málinu í dag en framkvæmdastjórinn einn mætti, ekki Hendrik sjálfur eins og ranglega var greint frá í frétt á Vísi fyrr í dag.

„Þetta var bara óreiða eins og kannski hjá svo mörgum þegar allt var að hrynja," segir Hendrik spurður hvernig stóð á því að skuldin við ríkið hefði endað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segist þó ætla að greiða gjöldin og þá mun ákæra sennilega verða niðurfelld.

Það er ekki nema ár síðan Hendri var dæmdur af héraðsdómi til þess að greiða 77 milljónir í vörsluskatt vegna Skólabrúar sem er ekki starfandi í dag. Hann segist vera búinn að gera upp þessa risaskuld: „Það mál er alveg leyst, ég er búinn að vinna mig út úr því," segir Hendrik sáttur.

Hann segist vera með nokkur plön á prjónunum, aðspurður hver þau séu segist hann ekki geta upplýst um það í dag en það muni skýrast á allra næstu dögum að hans sögn.




Tengdar fréttir

Stjórnarmaður ákærður fyrir fjárdrátt

Veitingahúsamaðurinn Hendrik Hermannsson hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt sem stjórnarmaður Buff veitinga ehf en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá er framkvæmdastjóri félagsins einnig ákærð en hún var ekki viðstödd þingfestingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×