Innlent

Tvíhöfða lamb fæddist um kosningahelgina

Valur Grettisson skrifar
Tvíhöfða lamb fæddist á sama tíma og fólk gekk til atkvæða og kaus. Mynd/skessuhorn.is
Tvíhöfða lamb fæddist á sama tíma og fólk gekk til atkvæða og kaus. Mynd/skessuhorn.is

Tvíhöfða lamb fæddist nú um kosningahelgina samkvæmt Skessuhorni.is. Það var hjá bóndanum Jóni Eyjólfssyni sem ein ær fæddi tvíhöfða lamb.

"Þetta er einlembingur og komu afturfæturnir fyrst sem betur fer. Lambið var lifandi þegar ég náði því en dó fljótlega. Fall er fararheill," sagði Jón á Kópareykjum í viðtali við Skessuhorn.is.

Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem tvíhöfða lamb fæðist. Áður var það á Suðurlandi en þá lifði lambið í um það bil hálfan sólarhring áður en það drapst.

Sauðburður er að hefjast í sveitum landsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×