Eyðilagði tvo spaða á klósettinu og hrækti svo á dómarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 15:00 Nick Kyrgios. Getty/Minas Panagiotakis Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios er þekktur skaphundur og það þarf því ekkert að koma mikið á óvart að skapið hans sé eitthvað til vandræða. Kyrgios bauð hins vegar upp á „nýjungar“ í skammarlegri framkomu sinni á Cincinnati Masters mótinu um helgina. Nick Kyrgios tapaði þar fyrir Karen Khachanov, 6–7, 7–6, 6–2 í annarri umferð. Kyrgios kom til baka og vann fyrsta settið en í öðru settinu fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum. Fergus Murphy, dómari leiksins, aðvaraði Kyrgios fyrir að taka sér of langan tíma í uppgjafir sínar og það var aðeins eins og olía á eldinn. Andstæðingurinn Karen Khachanov hélt ró sinni allan tímann og marði síðan sigur í öðru settinu.BANG, BANG!! Nick Kyrgios absolutely DESTROYED two racquets and the commentators lost it Watch the Cincinnati Masters live on ESPN. pic.twitter.com/q2d2dTeND3 — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios fékk síðan refsingu í þriðja settinu fyrir að kalla dómarann versta dómarann frá upphafi. Það var samt bara byrjunin enda svo sem ekkert nýtt að sjá tennisspilara öskra ósátta á dómara. Nick Kyrgios var á þessum tímapunkti augljóslega að brenna yfir af reiði. Hann hafði þó vit á því til að forðast frekari refsingar dómarans og fékk leyfi til þess að fara á klósettið."You're a f---ing tool bro!" "One of the craziest matches you're likely to see." Nick Kyrgios wasn't quite gracious in defeat at the Cincinnati Masters. pic.twitter.com/fR0f3Ji71l — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios greip með sér tvo spaða og handklæði í leiðinni og strunsaði inn á klósett. Fergus Murphy dómari vissi ekki alveg hvernig hann átti að taka þessu því hann sagði síðan í talstöðina sína: „Hann fór á klósettið með tvo spaða og kom til baka með tvo brotna spaða.“ Kyrgios fékk síðan viðvörun fyrir að taka sér of langan tíma til að gera annan óbrotinn spaða klárann. Ástralinn hætti að reyna á sig í lokasettinu og Karen Khachanov vann örugglega. Kyrgios tók í höndina á Karen Khachanov eftir leikinn, kallaði síðan blótsyrði í átt að dómaranum og virtist síðan hrækja á Fergus Murphy dómara. Nick Kyrgios hlýtur að fá sekt fyrir þessa skammarlegu framkomu sína og jafnvel bann. Ástralía Bandaríkin Tennis Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios er þekktur skaphundur og það þarf því ekkert að koma mikið á óvart að skapið hans sé eitthvað til vandræða. Kyrgios bauð hins vegar upp á „nýjungar“ í skammarlegri framkomu sinni á Cincinnati Masters mótinu um helgina. Nick Kyrgios tapaði þar fyrir Karen Khachanov, 6–7, 7–6, 6–2 í annarri umferð. Kyrgios kom til baka og vann fyrsta settið en í öðru settinu fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum. Fergus Murphy, dómari leiksins, aðvaraði Kyrgios fyrir að taka sér of langan tíma í uppgjafir sínar og það var aðeins eins og olía á eldinn. Andstæðingurinn Karen Khachanov hélt ró sinni allan tímann og marði síðan sigur í öðru settinu.BANG, BANG!! Nick Kyrgios absolutely DESTROYED two racquets and the commentators lost it Watch the Cincinnati Masters live on ESPN. pic.twitter.com/q2d2dTeND3 — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios fékk síðan refsingu í þriðja settinu fyrir að kalla dómarann versta dómarann frá upphafi. Það var samt bara byrjunin enda svo sem ekkert nýtt að sjá tennisspilara öskra ósátta á dómara. Nick Kyrgios var á þessum tímapunkti augljóslega að brenna yfir af reiði. Hann hafði þó vit á því til að forðast frekari refsingar dómarans og fékk leyfi til þess að fara á klósettið."You're a f---ing tool bro!" "One of the craziest matches you're likely to see." Nick Kyrgios wasn't quite gracious in defeat at the Cincinnati Masters. pic.twitter.com/fR0f3Ji71l — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios greip með sér tvo spaða og handklæði í leiðinni og strunsaði inn á klósett. Fergus Murphy dómari vissi ekki alveg hvernig hann átti að taka þessu því hann sagði síðan í talstöðina sína: „Hann fór á klósettið með tvo spaða og kom til baka með tvo brotna spaða.“ Kyrgios fékk síðan viðvörun fyrir að taka sér of langan tíma til að gera annan óbrotinn spaða klárann. Ástralinn hætti að reyna á sig í lokasettinu og Karen Khachanov vann örugglega. Kyrgios tók í höndina á Karen Khachanov eftir leikinn, kallaði síðan blótsyrði í átt að dómaranum og virtist síðan hrækja á Fergus Murphy dómara. Nick Kyrgios hlýtur að fá sekt fyrir þessa skammarlegu framkomu sína og jafnvel bann.
Ástralía Bandaríkin Tennis Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira