Heima er best Ásta Eir Árnadóttir skrifar 15. júlí 2019 07:30 Bryndís Stefánsdóttir hefur mikinn áhuga á fallegri hönnun. Falleg lýsing er mikilvæg að hennar mati. FBL/SIGTRYGGUR Bryndís Stefánsdóttir býr ásamt kærastanum sínum og dóttur þeirra í fallegri íbúð í Kópavoginum. Falleg lýsing, fersk blóm og framandi list prýða heimilið. „Við erum búin að búa erlendis í svolítið langan tíma og búa í þó nokkrum íbúðum svo stíllinn á heimilinu hefur fengið gott rými til að mótast,“ segir Bryndís. Parið hefur verið á flakki undanfarin ár þar sem kærasti Bryndísar starfar sem atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég myndi segja að undanfarin ár hafi stíllinn færst meira yfir í „less is more“. Ég kann betur við mig umkringd fáum en vel völdum hlutum sem gera heimilið hlýlegt og fallegt.“ Það sést langar leiðir að Bryndís er mikil smekkkona, íbúðin hennar er einstaklega vel skipulögð og falleg blóm skarta sínu fegursta. „Ég reyni alltaf að eiga fersk og falleg blóm, mér finnst blóm einfaldlega gera allt betra og fallegra.“Íbúðin er björt og vel skipulögð þar sem fallegir hlutir fá að njóta sín vel.Gæðastundir heima í uppáhaldi Það getur verið erfitt að velja sér sína allra uppáhaldshluti á heimilinu, eitthvað sem þú getur ekki án verið. Bryndís veit hins vegar nákvæmlega hvers hún gæti ekki lifað án. „Númer eitt er auðvitað fjölskyldan mín, mér finnst ekkert betra en þegar öll fjölskyldan er saman heima. Svo er það Kitchen aid hrærivélin mín en mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram með alls konar uppskriftir og þá kemur hrærivélin alltaf að góðum notum. Síðast en ekki síst er það sófinn minn. Mér líður best í sófanum – þar eigum við fjölskyldan fullt af kósý kvöldum og gæðastundum.“ Fallegir hlutir prýða íbúðina hennar Bryndísar en nýjasti hluturinn á heimilinu er Eggið eftir Arne Jacobsen í svörtu leðri. „Þessi stóll hefur verið á óskalistanum mínum lengi og ég er svo ánægð með hann. Nýlega fjárfestum við líka í list eftir hina hæfileikaríku Rakel Tómasdóttur. Myndirnar hennar setja svo skemmtilegan svip á heimilið,“ segir Bryndís.Fjölskyldan nýtur sín best í sófanum heima.Litlu hlutirnir skipta sköpum Íbúðin er afar björt og fallegir litir vinna vel saman í íbúðinni. „Uppáhaldslitirnir mínir eru hvítur, grár og bleikur. Þótt hann sé ekki litur, þá verð ég að nefna marmara því við erum með mikinn marmara hjá okkur og mér finnst hann tengja litina vel saman og skapa flotta heild. Þetta eru þeir litir sem eru hvað mest ráðandi á okkar heimili.“ Bryndís hefur lengi haft áhuga á fallegri hönnun en það eru oft litlu hlutirnir sem að skapa ákveðna stemningu á heimilinu. „Mér finnst falleg lýsing, afskorin blóm og kerti gera allt svo heimilislegt. Það sem gerir heimili að heimili liggur oft í smáatriðunum.“ Þegar hún er spurð út í draumaheimilið kemur eitt strax upp í huga hennar. „Draumaheimilið mitt hefur alla tíð verið æskuheimilið mitt. En ef ég hugsa burt frá því og læt mig dreyma sé ég fyrir mér einbýlishús með stórum gluggum, hátt til lofts og fallegt útsýni. Ég myndi vilja fá Björgvin Snæbjörnsson eða Pálmar Kristmundsson til að hanna það fyrir mig.“Fersk blóm sjáanleg. Bryndís reynir alltaf að vera með falleg blóm heima hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Bryndís Stefánsdóttir býr ásamt kærastanum sínum og dóttur þeirra í fallegri íbúð í Kópavoginum. Falleg lýsing, fersk blóm og framandi list prýða heimilið. „Við erum búin að búa erlendis í svolítið langan tíma og búa í þó nokkrum íbúðum svo stíllinn á heimilinu hefur fengið gott rými til að mótast,“ segir Bryndís. Parið hefur verið á flakki undanfarin ár þar sem kærasti Bryndísar starfar sem atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég myndi segja að undanfarin ár hafi stíllinn færst meira yfir í „less is more“. Ég kann betur við mig umkringd fáum en vel völdum hlutum sem gera heimilið hlýlegt og fallegt.“ Það sést langar leiðir að Bryndís er mikil smekkkona, íbúðin hennar er einstaklega vel skipulögð og falleg blóm skarta sínu fegursta. „Ég reyni alltaf að eiga fersk og falleg blóm, mér finnst blóm einfaldlega gera allt betra og fallegra.“Íbúðin er björt og vel skipulögð þar sem fallegir hlutir fá að njóta sín vel.Gæðastundir heima í uppáhaldi Það getur verið erfitt að velja sér sína allra uppáhaldshluti á heimilinu, eitthvað sem þú getur ekki án verið. Bryndís veit hins vegar nákvæmlega hvers hún gæti ekki lifað án. „Númer eitt er auðvitað fjölskyldan mín, mér finnst ekkert betra en þegar öll fjölskyldan er saman heima. Svo er það Kitchen aid hrærivélin mín en mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram með alls konar uppskriftir og þá kemur hrærivélin alltaf að góðum notum. Síðast en ekki síst er það sófinn minn. Mér líður best í sófanum – þar eigum við fjölskyldan fullt af kósý kvöldum og gæðastundum.“ Fallegir hlutir prýða íbúðina hennar Bryndísar en nýjasti hluturinn á heimilinu er Eggið eftir Arne Jacobsen í svörtu leðri. „Þessi stóll hefur verið á óskalistanum mínum lengi og ég er svo ánægð með hann. Nýlega fjárfestum við líka í list eftir hina hæfileikaríku Rakel Tómasdóttur. Myndirnar hennar setja svo skemmtilegan svip á heimilið,“ segir Bryndís.Fjölskyldan nýtur sín best í sófanum heima.Litlu hlutirnir skipta sköpum Íbúðin er afar björt og fallegir litir vinna vel saman í íbúðinni. „Uppáhaldslitirnir mínir eru hvítur, grár og bleikur. Þótt hann sé ekki litur, þá verð ég að nefna marmara því við erum með mikinn marmara hjá okkur og mér finnst hann tengja litina vel saman og skapa flotta heild. Þetta eru þeir litir sem eru hvað mest ráðandi á okkar heimili.“ Bryndís hefur lengi haft áhuga á fallegri hönnun en það eru oft litlu hlutirnir sem að skapa ákveðna stemningu á heimilinu. „Mér finnst falleg lýsing, afskorin blóm og kerti gera allt svo heimilislegt. Það sem gerir heimili að heimili liggur oft í smáatriðunum.“ Þegar hún er spurð út í draumaheimilið kemur eitt strax upp í huga hennar. „Draumaheimilið mitt hefur alla tíð verið æskuheimilið mitt. En ef ég hugsa burt frá því og læt mig dreyma sé ég fyrir mér einbýlishús með stórum gluggum, hátt til lofts og fallegt útsýni. Ég myndi vilja fá Björgvin Snæbjörnsson eða Pálmar Kristmundsson til að hanna það fyrir mig.“Fersk blóm sjáanleg. Bryndís reynir alltaf að vera með falleg blóm heima hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög