Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. mars 2019 20:15 Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. Krafist er aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum en útgjöld til samgöngu- og félagsmála eru aukin. Verði WOW air gjaldþrota þarf að endurskoða áætlunina. Áætlunin verður lögð fyrir Alþingi á þriðjudag en í henni er horft til þess að efnahagshorfur hafi breyst töluvert á síðastliðnu ári. „Það er nokkuð lægri vöxtur á yfirstandandi ári en við áður sáum fyrir. Það er líka bara aðeins að hægja á hagvexti í hagkerfinu samkvæmt öllum spám. Það þýðir að útgjaldavöxturinn verður minni á næstu árum og við þurfum áfram að fara fram á hagræði og aðhald í opinberum rekstri,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Áfram er gert ráð fyrir hagvexti en horfur ársins breyst umtalsvert frá síðustu áætlun. Þá var gert ráð fyrir 2,8 prósenta vexti en nú er það 1,7 prósent. Það yrði minnsti vöxtur frá árinu 2012. Þessar tölur gætu hins vegar gjörbreyst. Í fjármálaáætlun segir að veruleg óvissa sé uppi um hagþróun næstu missera. Meðal stórra óvissuþátta er staða WOW air en mögulegt gjaldþrot félagsins hefði mikil áhrif á hagkerfið líkt og fram kemur í skýrslu Reykjavík Economics, sem fréttablaðið greindi frá í morgun. Þar segir að landsframleiðsla gæti dregist saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári við gjaldþrot. Bjarni segir að áætlunin verði endurskoðuð fari félagið í þrot. „Alveg tvímælalaust. Ef það verða meiriháttar breytingar í nærumhverfinu eða annars staðar verðum við að aðlaga okkur að því og það verður tími til þess undir þinglegri meðferð. Það myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum.“ Helstu útgjaldaaukningar núna eru til samgöngumála, eða sextán milljarða aukning yfir fimm ára tímabil, nýsköpunarmála, einnig sextán milljarðar og félagsmála, þar sem 25 milljarðar til viðbótar renna í málaflokkinn. Fjármunirnir fara að miklu leyti í kjarasamningsmál, líkt og lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf og hækkun stofnframlaga til almennra íbúða vegna húsnæðisátaks. Þá eru einnig gerðar viðbótaraðhaldskröfur varðandi opinber innkaup og launakostnað. „Sem að meðal annars getur leitt til þess að við tökum í gagnið tæknilausnir sem að kannski krefjast ekki sama mannfjölda og verið hefur. Á launaliðnum erum við að segja að við getum séð heilt yfir þennan lið vaxa um hálft prósent umfram verðlag. Það er eins konar aðhaldskrafa,“ segir Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. Krafist er aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum en útgjöld til samgöngu- og félagsmála eru aukin. Verði WOW air gjaldþrota þarf að endurskoða áætlunina. Áætlunin verður lögð fyrir Alþingi á þriðjudag en í henni er horft til þess að efnahagshorfur hafi breyst töluvert á síðastliðnu ári. „Það er nokkuð lægri vöxtur á yfirstandandi ári en við áður sáum fyrir. Það er líka bara aðeins að hægja á hagvexti í hagkerfinu samkvæmt öllum spám. Það þýðir að útgjaldavöxturinn verður minni á næstu árum og við þurfum áfram að fara fram á hagræði og aðhald í opinberum rekstri,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Áfram er gert ráð fyrir hagvexti en horfur ársins breyst umtalsvert frá síðustu áætlun. Þá var gert ráð fyrir 2,8 prósenta vexti en nú er það 1,7 prósent. Það yrði minnsti vöxtur frá árinu 2012. Þessar tölur gætu hins vegar gjörbreyst. Í fjármálaáætlun segir að veruleg óvissa sé uppi um hagþróun næstu missera. Meðal stórra óvissuþátta er staða WOW air en mögulegt gjaldþrot félagsins hefði mikil áhrif á hagkerfið líkt og fram kemur í skýrslu Reykjavík Economics, sem fréttablaðið greindi frá í morgun. Þar segir að landsframleiðsla gæti dregist saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári við gjaldþrot. Bjarni segir að áætlunin verði endurskoðuð fari félagið í þrot. „Alveg tvímælalaust. Ef það verða meiriháttar breytingar í nærumhverfinu eða annars staðar verðum við að aðlaga okkur að því og það verður tími til þess undir þinglegri meðferð. Það myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum.“ Helstu útgjaldaaukningar núna eru til samgöngumála, eða sextán milljarða aukning yfir fimm ára tímabil, nýsköpunarmála, einnig sextán milljarðar og félagsmála, þar sem 25 milljarðar til viðbótar renna í málaflokkinn. Fjármunirnir fara að miklu leyti í kjarasamningsmál, líkt og lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf og hækkun stofnframlaga til almennra íbúða vegna húsnæðisátaks. Þá eru einnig gerðar viðbótaraðhaldskröfur varðandi opinber innkaup og launakostnað. „Sem að meðal annars getur leitt til þess að við tökum í gagnið tæknilausnir sem að kannski krefjast ekki sama mannfjölda og verið hefur. Á launaliðnum erum við að segja að við getum séð heilt yfir þennan lið vaxa um hálft prósent umfram verðlag. Það er eins konar aðhaldskrafa,“ segir Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira