Lít á lögin mín sem eitt verk við tólf ljóð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 11:00 Ég raða ljóðunum saman þannig að þau eru leitandi í byrjun og enda á sumarkomunni, segir Steingrímur. Fréttablaðið/Sigtryggur Steingrímur Þórhallsson, organisti og tónskáld, er að mixa kvikmyndatónlist þegar ég trufla hann. „Ég er að setja inn trommur í Dark-o-matic treiler. Það er hliðargrein hjá mér að búa til kvikmyndatónlist fyrir stórt breskt fyrirtæki. Skemmtilegt en skilar engu,“ segir hann léttur. „Það er gaman að semja en svo tekur langan tíma að ganga frá og hljómblanda.“ Gaman að semja, segir Steingrímur. Tilefni viðtalsins er einmitt tónleikar í Neskirkju með lögum eftir hann við ljóð Snorra Hjartarsonar. Þeir verða á afmælisdegi ljóðskáldsins, 22. apríl – annan í páskum, klukkan 20. Kór Neskirkju syngur. „Ég lít í raun á lögin sem eitt kórverk við tólf ljóð Snorra Hjartarsonar, sem mörgum þykir vænt um, hann er svo íslenskt skáld, með sterkar náttúrustemningar í ljóðunum sínum. Við erum að gefa út disk með verkinu, hann heitir Tólf blik og tónar, enda virðist Snorri semja ljóðin á augnablikum í ævi sinni, uppi á heiði, í þokunni, sumarbirtunni eða haustmyrkrinu. Ég raða ljóðunum saman þannig að þau eru leitandi í byrjun en enda á sumarkomunni. Við frumfluttum þetta efni á sumardaginn fyrsta í fyrra og nefndum tónleikana Harpa kveður dyra. Nú erum við með útgáfutónleikana ári seinna – næstum upp á dag,“ segir Steingrímur og biður fólk að klappa ekki milli laga. Ljósmyndin á umslagi disksins líkist málverki eftir Georg Guðna. Steingrímur kveðst hafa tekið hana sjálfur á Tunguheiði á Tjörnesi. Segir hjarta sitt dálítið bundið því svæði. „Ég fór í göngu fyrir ofan bæinn sem afi og amma bjuggu á og tók myndavélina með. Á ákveðnum tímapunkti skall á þoka og allt í einu birtist fálki. Ég var auðvitað búinn að vera með þessi lög og ljóðin hans Snorra algerlega á heilanum og þarna sá ég þema disksins – lyng, þoku, leir, haust og fálkann sem er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Reyndar var þetta svo langur labbitúr í ískaldri mýri að ég gat varla stigið í lappirnar í þrjár vikur á eftir! Auðvitað tengja ekki allir á sama hátt við myndina og ég en fólki finnst hún falleg.“ Gunnar Þorsteinsson les ljóðin á milli laga sem öll eru sungin undirleikslaust. Sum lögin eru samin í samvinnu við kórinn, að sögn Steingríms. „Þetta er krefjandi stykki fyrir kórinn. Það eru skiptingar hægri vinstri, sungið ýmist í sex eða átta röddum,“ segir hann og tekur fram að auk disksins komi út nótnahefti með verkinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Steingrímur Þórhallsson, organisti og tónskáld, er að mixa kvikmyndatónlist þegar ég trufla hann. „Ég er að setja inn trommur í Dark-o-matic treiler. Það er hliðargrein hjá mér að búa til kvikmyndatónlist fyrir stórt breskt fyrirtæki. Skemmtilegt en skilar engu,“ segir hann léttur. „Það er gaman að semja en svo tekur langan tíma að ganga frá og hljómblanda.“ Gaman að semja, segir Steingrímur. Tilefni viðtalsins er einmitt tónleikar í Neskirkju með lögum eftir hann við ljóð Snorra Hjartarsonar. Þeir verða á afmælisdegi ljóðskáldsins, 22. apríl – annan í páskum, klukkan 20. Kór Neskirkju syngur. „Ég lít í raun á lögin sem eitt kórverk við tólf ljóð Snorra Hjartarsonar, sem mörgum þykir vænt um, hann er svo íslenskt skáld, með sterkar náttúrustemningar í ljóðunum sínum. Við erum að gefa út disk með verkinu, hann heitir Tólf blik og tónar, enda virðist Snorri semja ljóðin á augnablikum í ævi sinni, uppi á heiði, í þokunni, sumarbirtunni eða haustmyrkrinu. Ég raða ljóðunum saman þannig að þau eru leitandi í byrjun en enda á sumarkomunni. Við frumfluttum þetta efni á sumardaginn fyrsta í fyrra og nefndum tónleikana Harpa kveður dyra. Nú erum við með útgáfutónleikana ári seinna – næstum upp á dag,“ segir Steingrímur og biður fólk að klappa ekki milli laga. Ljósmyndin á umslagi disksins líkist málverki eftir Georg Guðna. Steingrímur kveðst hafa tekið hana sjálfur á Tunguheiði á Tjörnesi. Segir hjarta sitt dálítið bundið því svæði. „Ég fór í göngu fyrir ofan bæinn sem afi og amma bjuggu á og tók myndavélina með. Á ákveðnum tímapunkti skall á þoka og allt í einu birtist fálki. Ég var auðvitað búinn að vera með þessi lög og ljóðin hans Snorra algerlega á heilanum og þarna sá ég þema disksins – lyng, þoku, leir, haust og fálkann sem er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Reyndar var þetta svo langur labbitúr í ískaldri mýri að ég gat varla stigið í lappirnar í þrjár vikur á eftir! Auðvitað tengja ekki allir á sama hátt við myndina og ég en fólki finnst hún falleg.“ Gunnar Þorsteinsson les ljóðin á milli laga sem öll eru sungin undirleikslaust. Sum lögin eru samin í samvinnu við kórinn, að sögn Steingríms. „Þetta er krefjandi stykki fyrir kórinn. Það eru skiptingar hægri vinstri, sungið ýmist í sex eða átta röddum,“ segir hann og tekur fram að auk disksins komi út nótnahefti með verkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira