Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 16:48 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Oded Balilty Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, verður ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti það nú fyrir skömmu en hann er meðal annars sakaður um mútur, mútuþægni og svik, svo eitthvað sé nefnt, en um þrjú mismunandi málaferli er í raun að ræða. Þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Ísrael er ákærður fyrir glæpi en rannsóknir hafa staðið yfir um árabil. Times of Israel segir að mánuðir gætu liðið þar til Netanyahu verður formlega ákærður. Alvarlegasta málið, sem kallast „Mál 4000“ er forsætisráðherrann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings, með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu.Útgefandi Bezeq, eigandi og eigikona eigandans verða einnig ákærð. Í öðru, „Máli 1000“. er Netanyahu sagður hafa fengið gjafir að andvirði um 200 þúsund dollara, sem nemur um 10 milljónum íslenskra króna, frá ísraelska Hollywood-milljarðamæringnum Arnon Milchan og öðrum stuðningsmönnum. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa beitt embætti sínu í hag Milchan. Þriðja málið, „Mál 2000“, snýr að því að forsætisráðherrann er sakaður um að hafa beðið útgefanda ísraelsks dagblaðs um jákvæða umfjöllun í staðinn fyrir að hjálp við að styrkja stöðu útgefandans gagnvart samkeppnisaðila. Netanyahu hefur ávallt neitað sök í öllum málunum þremur og heldur því fram að rannsóknirnar gegn honum séu nornaveiðar og samsæri sem fjölmiðlar, vinstri sinnaðir pólitíkusar, lögreglan og saksóknarar skipulögðu. Ísrael Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, verður ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti það nú fyrir skömmu en hann er meðal annars sakaður um mútur, mútuþægni og svik, svo eitthvað sé nefnt, en um þrjú mismunandi málaferli er í raun að ræða. Þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Ísrael er ákærður fyrir glæpi en rannsóknir hafa staðið yfir um árabil. Times of Israel segir að mánuðir gætu liðið þar til Netanyahu verður formlega ákærður. Alvarlegasta málið, sem kallast „Mál 4000“ er forsætisráðherrann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings, með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu.Útgefandi Bezeq, eigandi og eigikona eigandans verða einnig ákærð. Í öðru, „Máli 1000“. er Netanyahu sagður hafa fengið gjafir að andvirði um 200 þúsund dollara, sem nemur um 10 milljónum íslenskra króna, frá ísraelska Hollywood-milljarðamæringnum Arnon Milchan og öðrum stuðningsmönnum. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa beitt embætti sínu í hag Milchan. Þriðja málið, „Mál 2000“, snýr að því að forsætisráðherrann er sakaður um að hafa beðið útgefanda ísraelsks dagblaðs um jákvæða umfjöllun í staðinn fyrir að hjálp við að styrkja stöðu útgefandans gagnvart samkeppnisaðila. Netanyahu hefur ávallt neitað sök í öllum málunum þremur og heldur því fram að rannsóknirnar gegn honum séu nornaveiðar og samsæri sem fjölmiðlar, vinstri sinnaðir pólitíkusar, lögreglan og saksóknarar skipulögðu.
Ísrael Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira