Fótbolti

Lést á hótelinu daginn fyrir leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jarzinho Pieter.
Jarzinho Pieter. mynd/Haiti Tempo
Eyríkið Curacao missti landsliðsmarkvörð sinn á mánudaginn er Jarzinho Pieter lést. Hann lést á hóteli liðsins.

Landsliðið dvaldi á Port-au-Prince hótelinu í Haítí en hann lést degi fyrir leik liðsins sen fór fram gegn Haítí í gær.

Leikmennirnir ákváðu hins vegar að spila leikinn til heiðurs Pieter en mínútu þögn var fyrir leikinn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og er Curacao með fjögur stig í riðlinum eftir tvo leiki.





Pieter var varamarkvörður landsilðsins en hann spilaði í heimalandinu með Centro Dominguito. Curacao er eyríki í Karíbahafi, rétt undan ströndum Venesúela en íbúar landsins eru um 150 þúsund manns.

Leandro Bacuna, sem leikur nú með Cardiff, og hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni leikur með landsliði Curacao. Hann sendi samúðarkveðjur á Instagram-síðu sinni í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×