Sjáðu mjög flotta Nike auglýsingu um „brjálaðar“ íþróttakonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 09:30 Serena Williams. Getty/Quinn Rooney Íþróttakonur heimsins fengu sviðsljósið og öflug hvatningarorð í nýjustu auglýsingu Nike sem var frumsýnd í sjónvarpsútsendingunni frá Óskarsverðlaunum í Bandaríkjunum í nótt. Tenniskonan Serena Williams fór þar yfir stöðu þeirra íþróttakvenna sem ruddu brautina en þessi sigursæla tenniskona hefur verið andlit íþróttavöruframleiðandans Nike um nokkurn tíma. Auglýsingin er mjög vel heppnuð en þar eru teknar fyrir þær íþróttakonur sem hafa brotið niður múra, sameinað fólk í gegnum íþróttir og með því haft mikil áhrif á næstu kynslóðir íþróttakvenna.Show them what crazy dreams can do. #justdoitpic.twitter.com/3fo2XMVkBT — Nike (@Nike) February 24, 2019 Serena fer með áhrifamikinn texta í auglýsingunni á meðan við sjáum frægar myndir af afrekum kvenna í íþróttasögunni. Þar á meðal eru WNBA-körfuboltakonan Lisa Leslie, fimleikakonan Simone Biles, knattspyrnukonan Alex Morgan, aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs, Becky Hammon og skylmingakonan Ibtihaj Muhammad, „Ef við sýnum tilfinningar þá erum við dramatískar, ef við viljum spila á móti körlum þá erum við klikkaðar og ef okkur dreymir um jöfn tækifæri þá erum við blekkja okkur sjálfar,“ segir Serena Williams í auglýsingunni. „Ef við erum of góðar þá er eitthvað að okkur. Þegar við verðum reiðar þá erum við móðursjúkar, órökrænar eða bara hreinlega brjálaðar,“ segir Serena en heldur áfram: „Það þótti brjálæði þegar kona ætlaði að hlaupa maraþon, það var brjálæði þegar kona ætlaði að keppa í hnefaleikum, kona sem treður boltanum í körfuna, brjálæði, kona að þjálfa NBA-lið, brjálæði, kona sem keppir í hettuslæðu, kona sem breytti íþróttinni sinni, kona sem lendir ofurstökki eða kona sem vinnur 23 risatitla, eignast barn en vill samt koma til baka fyrir meira. Brjálæði, brjálæði, brjálæði og brjálæði,“ segir Serena. „Ef þeir vilja brjálæði, þá skulum við sýna þeim hvað brjálaðar íþróttakonur geta gert,“ sagði Serena. Það má sjá þessa flottu auglýsingu hér fyrir neðan.JUST IN: A look at Nike’s “Dream Crazier” spot that will debut during tonight’s #Oscars . Narrated by @serenawilliams, the spot shines a spotlight on female athletes who have broken barriers, brought people together through the power of sport, and inspired generations. pic.twitter.com/mAnz7ERSga — Front Office Sports (@frntofficesport) February 24, 2019 Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Íþróttakonur heimsins fengu sviðsljósið og öflug hvatningarorð í nýjustu auglýsingu Nike sem var frumsýnd í sjónvarpsútsendingunni frá Óskarsverðlaunum í Bandaríkjunum í nótt. Tenniskonan Serena Williams fór þar yfir stöðu þeirra íþróttakvenna sem ruddu brautina en þessi sigursæla tenniskona hefur verið andlit íþróttavöruframleiðandans Nike um nokkurn tíma. Auglýsingin er mjög vel heppnuð en þar eru teknar fyrir þær íþróttakonur sem hafa brotið niður múra, sameinað fólk í gegnum íþróttir og með því haft mikil áhrif á næstu kynslóðir íþróttakvenna.Show them what crazy dreams can do. #justdoitpic.twitter.com/3fo2XMVkBT — Nike (@Nike) February 24, 2019 Serena fer með áhrifamikinn texta í auglýsingunni á meðan við sjáum frægar myndir af afrekum kvenna í íþróttasögunni. Þar á meðal eru WNBA-körfuboltakonan Lisa Leslie, fimleikakonan Simone Biles, knattspyrnukonan Alex Morgan, aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs, Becky Hammon og skylmingakonan Ibtihaj Muhammad, „Ef við sýnum tilfinningar þá erum við dramatískar, ef við viljum spila á móti körlum þá erum við klikkaðar og ef okkur dreymir um jöfn tækifæri þá erum við blekkja okkur sjálfar,“ segir Serena Williams í auglýsingunni. „Ef við erum of góðar þá er eitthvað að okkur. Þegar við verðum reiðar þá erum við móðursjúkar, órökrænar eða bara hreinlega brjálaðar,“ segir Serena en heldur áfram: „Það þótti brjálæði þegar kona ætlaði að hlaupa maraþon, það var brjálæði þegar kona ætlaði að keppa í hnefaleikum, kona sem treður boltanum í körfuna, brjálæði, kona að þjálfa NBA-lið, brjálæði, kona sem keppir í hettuslæðu, kona sem breytti íþróttinni sinni, kona sem lendir ofurstökki eða kona sem vinnur 23 risatitla, eignast barn en vill samt koma til baka fyrir meira. Brjálæði, brjálæði, brjálæði og brjálæði,“ segir Serena. „Ef þeir vilja brjálæði, þá skulum við sýna þeim hvað brjálaðar íþróttakonur geta gert,“ sagði Serena. Það má sjá þessa flottu auglýsingu hér fyrir neðan.JUST IN: A look at Nike’s “Dream Crazier” spot that will debut during tonight’s #Oscars . Narrated by @serenawilliams, the spot shines a spotlight on female athletes who have broken barriers, brought people together through the power of sport, and inspired generations. pic.twitter.com/mAnz7ERSga — Front Office Sports (@frntofficesport) February 24, 2019
Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira