Annie Mist útskýrir af hverju þátturinn var tekinn tímabundið úr birtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2019 20:13 Þessum eftirmála var bætt við myndbandið og það í framhaldinu sett aftur í birtingu. Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-stjarna segir það ekki hafa haft neitt með athugasemdir Hinriks Inga Óskarssonar að gera að fjórði uppgjörsþátturinn af Reykjavík Crossfit Championship var tekinn tímabundið úr birtingu. Vísir fjallaði um málið í gær. Í þættinum var viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda mótsins þar sem hann ræddi um ástæður þess að hann hefði neitað að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit árið 2016. Hann þvertók fyrir að hafa nokkru sinni notað stera. Nokkrum vikum síðar féll hann á lyfjaprófi. Hinrik brást hinn versti við birtingu viðtalsins í gær. „Ég vona að þið séuð ánægðari með ykkur sjálf eftir að hafa búið til þetta drasl. Þið vitið hver þið eruð,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram-síðu sinni og sendi Annie og félögum fingurinn. Nokkru síðar var myndbandið ekki lengur aðgengilegt á YouTube. Annie Mist skipulagði keppnina í Reykjavík í maí. Hún var á sínum tíma tvívegis krýnd hraustasta kona í heimi og birtir þættina á YouTube-rás sinni. Vantaði „disclaimer“ á myndbandið „Ég tók myndbandið ekki út vegna einhvers sem Hinrik skrifaði,“ segir Annie í skriflegri athugasemd til Vísis. Annie Mist var fyrsta stjarna Íslands í Crossfit. Hún vann heimsleikana árin 2011 og 2012. Hún varð í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. Hinrik Ingi hefur verið í fremstu röð hér á landi undanfarin ár í karlaflokki. Skilaboð hans til þeirra sem gerðu og birtu myndbandið má sjá til hægri á myndinni. „Myndbandið var tekið út eftir að hafa verið uppi i smá tíma vegna þess að við vörum ekki ánægð með hvernig það endaði. Það vantaði disclaimer um hvað hefði gerst í framhaldi mótsins þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir mótið. Þessir þættir voru búnir til aður en það kom í ljós og við vildum að fólk vissi alla söguna. Þátturinn hafi verið kominn aftur á YouTube þremur tímum síðar. Nú hefur verið bætt við klausu í lok þáttarins þar sem fram kemur að öflugustu keppendurnir á leikunum hafi verið teknir í lyfjapróf. Bönnuð efni hafi fundist í sýni Hinriks Inga og b-sýni staðfest fallið. Fjögurra ára keppnisbanni ljúki eftir fjögur ár, í lok maí 2023. Þáttinn má sjá hér að neðan. Viðtalið við Hinrik Inga byrjar eftir um tvær mínútur. CrossFit Tengdar fréttir Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-stjarna segir það ekki hafa haft neitt með athugasemdir Hinriks Inga Óskarssonar að gera að fjórði uppgjörsþátturinn af Reykjavík Crossfit Championship var tekinn tímabundið úr birtingu. Vísir fjallaði um málið í gær. Í þættinum var viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda mótsins þar sem hann ræddi um ástæður þess að hann hefði neitað að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit árið 2016. Hann þvertók fyrir að hafa nokkru sinni notað stera. Nokkrum vikum síðar féll hann á lyfjaprófi. Hinrik brást hinn versti við birtingu viðtalsins í gær. „Ég vona að þið séuð ánægðari með ykkur sjálf eftir að hafa búið til þetta drasl. Þið vitið hver þið eruð,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram-síðu sinni og sendi Annie og félögum fingurinn. Nokkru síðar var myndbandið ekki lengur aðgengilegt á YouTube. Annie Mist skipulagði keppnina í Reykjavík í maí. Hún var á sínum tíma tvívegis krýnd hraustasta kona í heimi og birtir þættina á YouTube-rás sinni. Vantaði „disclaimer“ á myndbandið „Ég tók myndbandið ekki út vegna einhvers sem Hinrik skrifaði,“ segir Annie í skriflegri athugasemd til Vísis. Annie Mist var fyrsta stjarna Íslands í Crossfit. Hún vann heimsleikana árin 2011 og 2012. Hún varð í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. Hinrik Ingi hefur verið í fremstu röð hér á landi undanfarin ár í karlaflokki. Skilaboð hans til þeirra sem gerðu og birtu myndbandið má sjá til hægri á myndinni. „Myndbandið var tekið út eftir að hafa verið uppi i smá tíma vegna þess að við vörum ekki ánægð með hvernig það endaði. Það vantaði disclaimer um hvað hefði gerst í framhaldi mótsins þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir mótið. Þessir þættir voru búnir til aður en það kom í ljós og við vildum að fólk vissi alla söguna. Þátturinn hafi verið kominn aftur á YouTube þremur tímum síðar. Nú hefur verið bætt við klausu í lok þáttarins þar sem fram kemur að öflugustu keppendurnir á leikunum hafi verið teknir í lyfjapróf. Bönnuð efni hafi fundist í sýni Hinriks Inga og b-sýni staðfest fallið. Fjögurra ára keppnisbanni ljúki eftir fjögur ár, í lok maí 2023. Þáttinn má sjá hér að neðan. Viðtalið við Hinrik Inga byrjar eftir um tvær mínútur.
CrossFit Tengdar fréttir Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15