Innlent

Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf

Ritstjórn skrifar
Rútuferðir hófust samkvæmt verkfallsdagskrá snemma í morgun en um fimmtíu bílstjórar hjá Kynnisferðum leggja til að mynda niður störf í dag.
Rútuferðir hófust samkvæmt verkfallsdagskrá snemma í morgun en um fimmtíu bílstjórar hjá Kynnisferðum leggja til að mynda niður störf í dag. Vísir/vilhelm
Verkfall um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútúbílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR hófst á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólarhring og lýkur því á miðnætti í kvöld.

Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna.

Á vefsíðu Eflingar er verkfallið sagt ná til rúmlega fjörutíu hótela á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Félagsmenn VR sem leggja niður störf eru á tuttugu hótelum, sumum þeirra sömu og verkfall Eflingarfólks nær til.

Þá er stefnt að því að vera í beinni útsendingu þegar tækifæri gefst yfir daginn. Fylgst verður grannt með gangi mála í vaktinni hér að neðan á meðan verkfallinu stendur.





Fleiri fréttir

Sjá meira
×