Erlent

Sextíu fórust í rútuslysi í Gana

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið átti sér stað klukkan tvö að staðartíma í nótt.
Slysið átti sér stað klukkan tvö að staðartíma í nótt. Getty
Sextíu manns hið minnsta fórust þegar tvær rútur rákust saman á vegi í Austur-Bono-héraði í miðju Afríkuríkisins Gana.BBC hefur eftir lögreglu að slysið hafi orðið við Amoma Nkwanta um klukkan tvö í nótt að staðartíma.Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins, en um fimmtíu farþegar voru um borð í báðum rútunum.Önnur rútan varð alelda eftir áreksturinn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.