Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 12:27 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun óska eftir úttekt á viðskiptaháttum útgerða. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi. Alþjóðamatvælastofnunin mun á grundvelli úttektarinnar vinna tillögur til úrbóta í samvinnu við aðrar alþjóðlegar stofnanir sem vinna að heilbrigðum viðskiptaháttum, gegn spillingu, mútum og peningaþvætti.Árni Mathiesen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/GVAÁrni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni. Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur sem kunnugt er verið sakað um stórfelld undanskot undan skatti og mútugreislur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. Fréttaumfjöllun af málinu hefur leitt til afsagnar tveggja ráðherra og er mikil ólga í Namibíu sem og á Íslandi vegna málsins. Forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar á dögunum og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri á meðan málið er til skoðunar. Það er bæði á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra.Bernhardt Esau, sem nýlega hætti sem sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, saman á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksÍ tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að Alþjóðamatvælastofnunin sé stærsta alþjóðlega stofnunin sem sinnir reglubundnu starfi hvað varðar aðgerðir til að bæta stjórn fiskveiða og þróun sjávarútvegs á heimsvísu. Á vettvangi stofnunarinnar hafa verið gerðir alþjóðasamningar m.a. til að takast á við ólöglegar veiðar og bæta stjórn og upplýsingagjöf með fiskveiðum. Verkefnið falli því vel að hlutverki stofnunarinnar. Þar segir einnig að hvorki utanríkisráðuneytið, sendiskrifstofur né viðskiptafulltrúar hafi fengið teljandi fyrirspurnir eða athugasemdir frá stjórnvöldum annarra ríkja eða alþjóðlegum og svæðisbundnum samtökum vegna Samherjamálsins. „Utanríkisráðuneytið fylgist með umfjöllun erlendis og hefur undirbúið viðbrögð vegna hugsanlegs orðsporshnekkis en hefur ekki talið ástæðu til að taka frumkvæði í sérstakri kynningu á málinu.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi. Alþjóðamatvælastofnunin mun á grundvelli úttektarinnar vinna tillögur til úrbóta í samvinnu við aðrar alþjóðlegar stofnanir sem vinna að heilbrigðum viðskiptaháttum, gegn spillingu, mútum og peningaþvætti.Árni Mathiesen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/GVAÁrni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni. Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur sem kunnugt er verið sakað um stórfelld undanskot undan skatti og mútugreislur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. Fréttaumfjöllun af málinu hefur leitt til afsagnar tveggja ráðherra og er mikil ólga í Namibíu sem og á Íslandi vegna málsins. Forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar á dögunum og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri á meðan málið er til skoðunar. Það er bæði á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra.Bernhardt Esau, sem nýlega hætti sem sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, saman á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksÍ tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að Alþjóðamatvælastofnunin sé stærsta alþjóðlega stofnunin sem sinnir reglubundnu starfi hvað varðar aðgerðir til að bæta stjórn fiskveiða og þróun sjávarútvegs á heimsvísu. Á vettvangi stofnunarinnar hafa verið gerðir alþjóðasamningar m.a. til að takast á við ólöglegar veiðar og bæta stjórn og upplýsingagjöf með fiskveiðum. Verkefnið falli því vel að hlutverki stofnunarinnar. Þar segir einnig að hvorki utanríkisráðuneytið, sendiskrifstofur né viðskiptafulltrúar hafi fengið teljandi fyrirspurnir eða athugasemdir frá stjórnvöldum annarra ríkja eða alþjóðlegum og svæðisbundnum samtökum vegna Samherjamálsins. „Utanríkisráðuneytið fylgist með umfjöllun erlendis og hefur undirbúið viðbrögð vegna hugsanlegs orðsporshnekkis en hefur ekki talið ástæðu til að taka frumkvæði í sérstakri kynningu á málinu.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira