Lífið

Stjörnulífið: Hrekkjavaka, systragleði og leikarapartý

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vinkonuferðir fyrirferðamiklar í yfirferð vikunnar á Instagram.
Vinkonuferðir fyrirferðamiklar í yfirferð vikunnar á Instagram.
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.

Helgin einkenndist meðal annars af frumsýningum í leikhúsunum þar sem Atómstöðin var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu augnablikum eftir að tilkynnt var um skipan nýs Þjóðleikhússtjóra. Í Borgarleikhúsinu var Vigdís Finnbogadóttir meðal gesta þar sem Eitur var frumsýnt.

Fjöldi listamanna var mættur á Kjarvalstofu í Austurstræti á laugardagskvöldið þangað sem Edda Björgvins hóaði í partí með leikurum úr Shakespeare in Love og leikstjóranum Selmu Björns. Aron Mola og Friðrik Ómar brugðu á leik. 

Fleiri úr 101 liðinu voru mættir til að fagna eins árs afmæli útvarpsstöðvarinnar eins og Sturla Atlas og Logi Pedro. Söngvararnir Emmsjé Gauti og Auður sáust líka í góðum gír.

Gísli Örn Garðarsson ásamt þeim Berki Jónssyni, leikmyndahönnuði, og Birnu Helgadóttur á frumsýningu Eiturs í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöld. Nína Dögg eiginkona Gísla fer með aðalhlutverk í myndinni.Vísir/Sylvía
Valsarar og Víkingar fögnuðu um helgina með kvenna- og karlakvöldum. Mikið húllumhæ var bæði í Víkinni og á Hlíðarenda.

Þá fagnaði tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds 33 ára afmæli sínu og meðal gesta var vinur hans Sölvi Blöndal. Sindri Jensson í Húrra og Gústi í Brauð & Co skelltu sér á UFC bardaga í New York þangað sem Donald Trump mætti líka við litla hrifningu nærstaddra.

Að neðan má sjá myndir frá helginni.

Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar með flott skilaboð til fylgjenda sinna:

„Það þarf ekki öllum að líka vel við þig. Þar sem að öllum líkar ekki einu sinni við sjálfan sig.“ 

Alexandra Helga Ívarsdóttir fékk vinkonur sínar í heimsókn um helgina og virtust þær skemmta sér mjög vel eins og hún greindi frá í Instagram-sögum. 

Alexandra býr í Liverpool ásamt eiginmanni sínum Gylfa Þór Sigurðssyni sem leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni. Vinkonuhópurinn fór til að mynda á leik Everton og Tottenham í gær og sátu saman í betri stofunni á Goodison Park. 
 
 
View this post on Instagram
Out

A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on Nov 2, 2019 at 2:47pm PDT

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego var einnig á ferðinni með vinkonum sínum og skelltu þær sér til Amsterdam.  
 
 
View this post on Instagram
Draumur að fá heila helgi með þeim

A post shared by Sólrún Diego (@solrundiego) on Nov 3, 2019 at 3:42am PST

Plötusnúðurinn Daníel Ólafsson, betur þekktur sem Dj Danni Deluxe, fagnaði 34 ára afmæli sínu í hrekkjavökuteiti. 
 
 
View this post on Instagram
34 ára í dag, it is what it is

A post shared by danielolafsson (@danielolafsson) on Nov 3, 2019 at 12:11pm PST

Kristbjörg Jónasdóttir sýndi frá fjölmörgum góðum æfingum á Instagram en hún er búsett í Doha í Katar ásamt eiginmanni sínum Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða í knattspyrnu. 
 
 
View this post on Instagram
Here is a quick circuit I did after my 5K run today. Easy for everyone to do using your own body weight and a bench. _ 15-20 reps on each exercise 3-5 rounds 1 min rest between rounds _ If you are a beginner you can make some of the exercises less advanced by: . tepping up on the bench and squat instead of jumping on it or sit back on the bench and stand/ or jump up. end your knees more and keep them closer to your body ip the lunge jump o the push ups in more incline or on your knees on the ground kip the jump and just tap with your toes - or do mountain climbers _ This was a great circuit that didn’t take long at all, so those of you who don’t have much time can defo do it. Hope this helps

A post shared by Kris J (@krisjfitness) on Nov 3, 2019 at 11:09am PST

Vilborg Arna Gissurardóttir birti flotta mynd af sér og fríðu föruneyti á toppnum á fjallinu Ama Dablam í Nepal. Þar voru þau stödd í 6812 metra hæð.Fyrrum forsetafrú Dorrit Moussaieff hitti þau Michael Craine og Ritu Ora á setti fyrir kvikmyndina Oliver sem er í tökum. 

Samfélagsmiðlastjarnan og háskólaneminn Sunneva Einarsdóttir er hamingjusöm. 
 
 
View this post on Instagram
happy lil nugget

A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir (@sunnevaeinarss) on Nov 2, 2019 at 11:05am PDT

Svala Björgvins klæddist neon á síðasta giggi.Crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir skemmti sér vel í Boston með bestu vinkonu sinni og þær klæddu sig eins. Þau Telma Rut og Sigurður Már, sem taka bæði þátt í Allir geta dansað, stóðu sig vel á Lotto Open dansmótinu í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði um helgina.  
 
 
View this post on Instagram
Lotto open 2019

A post shared by T E L M A R U T (@telmarutsig) on Nov 3, 2019 at 6:07am PST

Fanney Ingvarsdóttir og dóttir hennar voru í stíl í Kissimme í Orlando.  
 
 
View this post on Instagram
Við mæðgur elskum að vera í stíl.

A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on Nov 2, 2019 at 1:03pm PDT

Hjónin Emil Hallfreðsson og Ása Regins fóru út á borða í London með góðum vinum á veitingarstaðinn Novikov. Þar var töluð íslenska, ítalska, portúgölska og enska. Með í för var systir Ásu og eiginmaður hennar sem og Jorginho, leikmaður Chelsea, og eiginkona hans. Jorginho og Emil léku saman hjá Hellas Verona á Ítalíu.Hjónin Jón Jónsson og Hafdís Björk njóta lífsins á Flórída með börnunum um þessar mundir. Þar var haldið vel upp á hrekkjavökuna.  
 
 
View this post on Instagram
Hrekkjavökukveðjur frá litlu graskeri, hermanni, Garðabrúðu og hjónunum Helen og Bob Parr

A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on Oct 31, 2019 at 5:23pm PDT

Flugfreyjan Stefanía Jakobsdóttir skellti sér á leik með Golden State Warriors ásamt kærastanum Tobias Thomsen sem leikur með KR í Pepsi Max deildinni. 
 
 
View this post on Instagram
NBA

A post shared by Stefanía Jakobsdòttir (@steffyjakobs) on Nov 2, 2019 at 10:41pm PDT

Annie Mist hlóð batteríin.  
 
 
View this post on Instagram
Soooo ready for this week ⁣ ⁣ @kingkongapparel ⁣ Photo by @bernhardkristinn

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 3, 2019 at 12:20pm PST

Listakonan Rakel Tómasdóttir fór á brimbretti á Havaí.  
 
 
View this post on Instagram
 

A post shared by (@rakeltomas) on Nov 1, 2019 at 2:53pm PDT

„Elsku fallega stelpan okkar fæddist þann 1.11 eftir 39 vikna og 4 daga meðgöngu. Hún vóg 4050 g og mældist 52 cm við fæðingu, algjörlega fullkomin. Við svífum um à bleiku skýi í sælu vímu með hjörtun okkar full af þakklæti, lífið er virkilega gott með draumadísinni okkar.“

Þetta segir Linda Ben matarbloggari og fagurkeri sem eignaðist sitt annað barn á dögunum.

 

Tónlistarmaðurinn vinsæli Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, þakkar fyrir stuðninginn og lítur um öxl.

„Í dag er eitt ár síðan platan mín Afsakanir kom út. Finnst bæði eins og allt og ekkert hafi breyst - næ ekki að orða þetta betur en svo. Finn fyrir skrítinni blöndu tilfinninga þegar ég lít til baka. Stoltur, meyr, spenntur, hræddur, þakklátur. Barónsstígur tengir saman fjórar ólíkar byggingar. Nýja heimilið mitt á Leifsgötu, Sundhöllina, hljóðverið mitt á Hverfisgötu og Geðdeild Landspítalans. Þessi rými hafa reynst mér mikilvæg skjól og griðarstaðir hvert á sinn hátt. Tók þessa mynd í dag sem lítinn ritúal. Þakklátur öllum þeim sem hafa stutt við bakið á mér. Takk fyrir stuðninginn.“Manúela Ósk Harðardóttir stofnaði nýtt heilsufyrirtæki á dögunum undir nafninu Even Labs. Hún segist vera stolt eftir árs undirbúning. Hanna Rún á von á sínu öðru barni og segist vera mjög spennt.  
 
 
View this post on Instagram
#soexited

A post shared by Hanna Rún Bazev Óladóttir (@hannabazev) on Nov 3, 2019 at 6:26am PST
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.