Fátækir hafi ekki efni á þvottaefni og dömubindum í desember Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. desember 2019 20:15 Þvottaefni og dömubindi eru vörur sem hópur fátækra á Íslandi hefur ekki efni á að sögn formanns samtaka fólks í fátækt, sérstaklega ekki í desembermánuði. Einstæðar mæður á örorku hafi það einna verst yfir hátíðarnar enda erfitt að geta ekki boðið börnum sínum upp á það sama og önnur börn fá. Góðgerðar- og hjálparsamtök hafa oft í nógu að snúast í desember enda jólaúthlutanir stór partur af starfseminni. Mörg þúsund manns á Íslandi njóta góðs af matargjöfum fyrir jólin en Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru meðal samtaka sem hjálpa fátækum yfir hátíðarnar „Þetta er afskaplega erfiður tími, það er gleði og hátíðleiki í samfélaginu og þér finnst þú ekki vera hluti af því þar sem þú hefur ekki sömu tækifæri og aðrir að bjóða börnunum þínum upp á hluti og skemmtanir,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, formaður Pepp Ísland. „Við erum mikið með einstæðar mæður sem koma til okkar og við vitum að þær sem eru á örorku eru þær sem hafa það verst í samfélaginu og ásamt þeim eru einstæðingar sem standa mjög oft illa að vígi.“ Pepp Ísland heldur fundi fyrir skjólstæðina sína á fimmtudögum og hafa allt að fjörutíu manns mætt á fundi að undanförnu. Samtökin setja upp svokallað gefinsborð með vörum sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi. Ásta segir að þvottaefni sé dæmi um vöru sem fátækt fólk í dag eigi mjög erfitt með að verða sér úti um, sérstaklega í desember þegar útgjöldin eru há. „Það er mjög algengt að þú sparir við þig og notir minna og minna þannig að það að fá pakka af þvottaefni það getur endst þér lengi og gert mikið gagn. Nú á heimilum þar sem eru margar stúlkur er oft erfitt með dömubindi og það er eitthvað sem þú færð hvergi aðstoð með, það er enginn að gefa svoleiðis,“ segir Ásta. Vörurnar séu mjög dýrar fyrir fólk sem er með minna en tvö hundruð þúsund krónur á milli handanna á mánuði. „Þegar þú ert á þessum stað eru alls konar hlutir sem verða að lúxusvöru, eins og eldhúspappír getur verið lúxusvara ef þú átt ekki peninga,“ segir Ásta. Félagsmál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Þvottaefni og dömubindi eru vörur sem hópur fátækra á Íslandi hefur ekki efni á að sögn formanns samtaka fólks í fátækt, sérstaklega ekki í desembermánuði. Einstæðar mæður á örorku hafi það einna verst yfir hátíðarnar enda erfitt að geta ekki boðið börnum sínum upp á það sama og önnur börn fá. Góðgerðar- og hjálparsamtök hafa oft í nógu að snúast í desember enda jólaúthlutanir stór partur af starfseminni. Mörg þúsund manns á Íslandi njóta góðs af matargjöfum fyrir jólin en Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru meðal samtaka sem hjálpa fátækum yfir hátíðarnar „Þetta er afskaplega erfiður tími, það er gleði og hátíðleiki í samfélaginu og þér finnst þú ekki vera hluti af því þar sem þú hefur ekki sömu tækifæri og aðrir að bjóða börnunum þínum upp á hluti og skemmtanir,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, formaður Pepp Ísland. „Við erum mikið með einstæðar mæður sem koma til okkar og við vitum að þær sem eru á örorku eru þær sem hafa það verst í samfélaginu og ásamt þeim eru einstæðingar sem standa mjög oft illa að vígi.“ Pepp Ísland heldur fundi fyrir skjólstæðina sína á fimmtudögum og hafa allt að fjörutíu manns mætt á fundi að undanförnu. Samtökin setja upp svokallað gefinsborð með vörum sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi. Ásta segir að þvottaefni sé dæmi um vöru sem fátækt fólk í dag eigi mjög erfitt með að verða sér úti um, sérstaklega í desember þegar útgjöldin eru há. „Það er mjög algengt að þú sparir við þig og notir minna og minna þannig að það að fá pakka af þvottaefni það getur endst þér lengi og gert mikið gagn. Nú á heimilum þar sem eru margar stúlkur er oft erfitt með dömubindi og það er eitthvað sem þú færð hvergi aðstoð með, það er enginn að gefa svoleiðis,“ segir Ásta. Vörurnar séu mjög dýrar fyrir fólk sem er með minna en tvö hundruð þúsund krónur á milli handanna á mánuði. „Þegar þú ert á þessum stað eru alls konar hlutir sem verða að lúxusvöru, eins og eldhúspappír getur verið lúxusvara ef þú átt ekki peninga,“ segir Ásta.
Félagsmál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira